Eyjamenn heiðruðu minningu Kolbeins um helgina | Myndband Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:00 Stór mynd af Kolbeini Aroni Ingibjargarsyni var afhjúpuð í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum um helgina. Kolbeinn, sem lést á aðfangadag í fyrra, hefði orðið þrítugur 30. nóvember síðastliðinn. Vinir Kolla og ÍBV tóku daginn snemma og buðu svo Eyjamönnum að mæta í íþróttamiðstöðina þar sem mynd honum til heiðurs var afhjúpuð. Kolbeinn spilaði nánast allan sinn fyrir ÍBV en hann lék tæplega 300 leiki fyrir félagið. „Þetta er sérstök stund fyrir okkur. Þetta er minning um það sem hann stóð fyrir og hans gildi sem voru falleg og höfðu alltaf góð áhrif á alla sem í kringum hann voru,“ sagði Arnar Pétursson, fyrrum þjálfari ÍBV. Hundrað hvítum blöðrum var sleppt fyrir utan íþróttahúsið en eftir það var gestum og gangandi boðið inní klefa meistaraflokks karla að skoða Kollahornið. „Hann sat alltaf í þessu horni, þetta er reyndar óvenju fínt núna, þetta var ekki svona fínt þegar hann sat hérna. Þetta er heilagt horn í dag,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, leikmaður ÍBV um Kollahornið. Ölstofan Brothers Brewery bruggaði bjór Kolla til heiðurs sem fékk nafnið „They call me mr Kolli.“ „Það er mikill karakter í þessum, léttur ljúfur og kátur eins og Kolli var,“ sagði Jóhann Guðmundsson, bruggmeistari og eigandi The Brothers brewery, um bjórinn sem er New England IPA. Áður en vinir og vandamenn héldu til veislu sem stóð fram á kvöld voru tendruð kerti á Heimakletti sem mynduðu táknið #1 sem Eyjamenn nota í minningu Kolbeins. Myndband frá laugardeginum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Stór mynd af Kolbeini Aroni Ingibjargarsyni var afhjúpuð í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum um helgina. Kolbeinn, sem lést á aðfangadag í fyrra, hefði orðið þrítugur 30. nóvember síðastliðinn. Vinir Kolla og ÍBV tóku daginn snemma og buðu svo Eyjamönnum að mæta í íþróttamiðstöðina þar sem mynd honum til heiðurs var afhjúpuð. Kolbeinn spilaði nánast allan sinn fyrir ÍBV en hann lék tæplega 300 leiki fyrir félagið. „Þetta er sérstök stund fyrir okkur. Þetta er minning um það sem hann stóð fyrir og hans gildi sem voru falleg og höfðu alltaf góð áhrif á alla sem í kringum hann voru,“ sagði Arnar Pétursson, fyrrum þjálfari ÍBV. Hundrað hvítum blöðrum var sleppt fyrir utan íþróttahúsið en eftir það var gestum og gangandi boðið inní klefa meistaraflokks karla að skoða Kollahornið. „Hann sat alltaf í þessu horni, þetta er reyndar óvenju fínt núna, þetta var ekki svona fínt þegar hann sat hérna. Þetta er heilagt horn í dag,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, leikmaður ÍBV um Kollahornið. Ölstofan Brothers Brewery bruggaði bjór Kolla til heiðurs sem fékk nafnið „They call me mr Kolli.“ „Það er mikill karakter í þessum, léttur ljúfur og kátur eins og Kolli var,“ sagði Jóhann Guðmundsson, bruggmeistari og eigandi The Brothers brewery, um bjórinn sem er New England IPA. Áður en vinir og vandamenn héldu til veislu sem stóð fram á kvöld voru tendruð kerti á Heimakletti sem mynduðu táknið #1 sem Eyjamenn nota í minningu Kolbeins. Myndband frá laugardeginum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira