Lífið

Harkaleg lending Hulk Hogan í Keflavík

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hulk Hogan heitir réttu nafni Terry Bollea.
Hulk Hogan heitir réttu nafni Terry Bollea. Vísir/Getty
Einkaflugvél glímukappans Hulk Hogan skemmdist í lendingu á Keflavíkurflugvelli í dag. Hogan millilenti hér á leið sinni til Sádi-Arabíu. Glímukappinn sagði frá harkalegu lendingunni í beinni útsendingu á Facebook síðu sinni. Þar kemur fram að dekk og bremsubúnaður hafi eyðilagst svo vélin fari ekki í loftið á næstunni.

Hogan, sem heitir réttu nafni Terry Gene Bollea, segir í myndbandinu að Bandaríkjamaður á eins flugvél hafi verið svo góðhjartaður að bjóða þeim að stíga um borð í sína vél. Því hafi hann getað haldið ferðalagi sínu áfram. Var ferð þeirra heitið á bardagamótið WWE Crown Jewel í Sádi-Arabíu.

Hulk Hogan var stærsta nafnið í fjölbragðaglímuheiminum á níunda áratug síðustu aldar og var eftirsóttur í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, auglýsingum og tölvuleikjum. Ástralski leikarinn Chris Hemsworth mun leika Hogan í væntanlegri mynd fyrir streymisveituna Netflix. Leikstjóri myndarinnar er Todd Phillips.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×