Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 14:33 Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Vísir/björn G. Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. „Enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt,“ segir Oddur í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá því í gær. Þar var greint frá því að kirkjuráð hefði á fundi sínum þann 12. september, sem lokið var 2. október, komist að einróma niðurstöðu að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Hann myndi láta af störfum þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir málið ósköp einfalt. Fundargerðin tali sínu máli og dónaskapur sé ekki liðinn á vinnustaðnum.Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.Fréttablaðið/GVAÍ fundargerðinni kemur fram að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi framsent kirkjuráði tölvupóst frá Sigurbjörgu Níelsdóttur Hansen, fjármálastjóra Biskupsstofu, frá því 23. ágúst síðastliðinn. Þar segir að Sigurbjörg hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á biskupsstofu og fleira. Því hafi biskup, sem er formaður Biskupsstofu, falið Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum, að sinna skyldum biskupsembættisins hvað varðar það að vera forseti kirkjuráðs í málinu. Eftir viðræður ákvað kirkjuráð einróma um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs Odd framkvæmdastjóra. Hann myndi láta af störfum þegar í stað.Sólveig Lára Guðmundsdóttir tók að sér að tilkynna Oddi um starfslok og semja við hann.„Forseti kirkjuráðs í þessu máli, mun kynna honum þessa niðurstöðu svo skjótt sem kostur er. Þá er starfandi forseta kirkjuráðs í þessu máli, heimilt að ganga til samnings um starfslok.“ „Ég kannast við að mér hafi verið boðið að ganga til viðræðna um starfslokasamning sem ég hafi þegið. Ég fór þess á leit við stéttarfélag mitt, Fræðagarð sem er aðildarfélag BHM, að það annaðist samningsgerðina fyrir mína hönd og í mínu umboði. Starfslokasamningur tókst fyrir milligöngu félagsins, ég er hættur sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs, hverf frá starfinu fullkomlega sáttur við þá ákvörðun og þakklátur fyrir að geta stigið niður af sviðinu á þessum tímapunkti,“ segir Oddur í skriflegum athugasemdinni. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri hjá Biskupsstofu, segir fundargerðina tala sínu máli og sé auk þess mjög skýr. Kvartað hafi verið yfir Oddi, samningnum sagt upp og ekki óskað eftir því að unninn sé uppsagnarfrestur. „Við þolum ekki dónaskap. Við höfum ekki þolinmæði fyrir því,“ segir Pétur Georg.Ekki náðist í Odd við vinnslu fréttarinnar. Þjóðkirkjan Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. „Enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt,“ segir Oddur í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá því í gær. Þar var greint frá því að kirkjuráð hefði á fundi sínum þann 12. september, sem lokið var 2. október, komist að einróma niðurstöðu að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Hann myndi láta af störfum þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir málið ósköp einfalt. Fundargerðin tali sínu máli og dónaskapur sé ekki liðinn á vinnustaðnum.Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.Fréttablaðið/GVAÍ fundargerðinni kemur fram að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi framsent kirkjuráði tölvupóst frá Sigurbjörgu Níelsdóttur Hansen, fjármálastjóra Biskupsstofu, frá því 23. ágúst síðastliðinn. Þar segir að Sigurbjörg hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á biskupsstofu og fleira. Því hafi biskup, sem er formaður Biskupsstofu, falið Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum, að sinna skyldum biskupsembættisins hvað varðar það að vera forseti kirkjuráðs í málinu. Eftir viðræður ákvað kirkjuráð einróma um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs Odd framkvæmdastjóra. Hann myndi láta af störfum þegar í stað.Sólveig Lára Guðmundsdóttir tók að sér að tilkynna Oddi um starfslok og semja við hann.„Forseti kirkjuráðs í þessu máli, mun kynna honum þessa niðurstöðu svo skjótt sem kostur er. Þá er starfandi forseta kirkjuráðs í þessu máli, heimilt að ganga til samnings um starfslok.“ „Ég kannast við að mér hafi verið boðið að ganga til viðræðna um starfslokasamning sem ég hafi þegið. Ég fór þess á leit við stéttarfélag mitt, Fræðagarð sem er aðildarfélag BHM, að það annaðist samningsgerðina fyrir mína hönd og í mínu umboði. Starfslokasamningur tókst fyrir milligöngu félagsins, ég er hættur sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs, hverf frá starfinu fullkomlega sáttur við þá ákvörðun og þakklátur fyrir að geta stigið niður af sviðinu á þessum tímapunkti,“ segir Oddur í skriflegum athugasemdinni. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri hjá Biskupsstofu, segir fundargerðina tala sínu máli og sé auk þess mjög skýr. Kvartað hafi verið yfir Oddi, samningnum sagt upp og ekki óskað eftir því að unninn sé uppsagnarfrestur. „Við þolum ekki dónaskap. Við höfum ekki þolinmæði fyrir því,“ segir Pétur Georg.Ekki náðist í Odd við vinnslu fréttarinnar.
Þjóðkirkjan Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira