Króatinn Mario Mandzukic hefur verið sterklega orðaður við Man. Utd lengi og fastlega var búist við því að hann færi þangað í janúar. Ekki er víst að svo fari.
Síðan Maurizio Sarri tók við Juventus hefur ekki verið neitt pláss fyrir Mandzukic sem er til sölu. Hann er ekki einu sinni í Meistaradeildarhópi félagsins.
Þessi 33 ára framherji er nú á óskalista Al Duhail frá Katar sem er sagt ætla að bjóða honum mikið betri samning en Man. Utd. Það flækir stöðuna.
Mandzukic þarf þá að velja á milli seðlanna eða að spila á Old Trafford.
Al Duhail er í efsta sæti í Katar og ætlar sér enn stærri hluti á komandi misserum.
Enski boltinn