Lífið

Vildi kenna öðrum að láta gott af sér leiða

Sylvía Hall skrifar
Cameron Boyce var aðeins tvítugur þegar hann lést.
Cameron Boyce var aðeins tvítugur þegar hann lést. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Cameron Boyce lést aðeins tvítugur að aldri eftir flogakast. Hann hafði glímt við langvinn veikindi að sögn fjölskyldu hans.

Boyce gerði garðinn frægan hjá Disney þar sem hann lék í myndunum Descendants og í þáttunum Jessie. Þá lék hann eitt barna Adam Sandler í Grown Ups myndunum.

Í frétt People kemur fram að í síðasta viðtali sem hann fór í ræddi hann um fjölskyldu sína og góðgerðastörf. Sagðist hann vera þakklátur fjölskyldunni sinni fyrir að hafa kennt sér að gefa til baka til samfélagsins og hvaða ávinningur fælist í því.

Hann sagði það vera ríka hefð í fjölskyldu sinni að láta gott af sér leiða og þau hafi sýnt honum að ekkert væri meira gefandi en það.

„Í hvert skipti sem ég tala við einhvern sem deilir þessari ástríðu, við ræðum um það hvernig það eru fáar tilfinningar sem jafnast á við það,“ sagði Boyce í viðtalinu.

Boyce var heiðraður fyrir störf sín á hátíð Thirst-samtakanna sem hann starfaði mikið fyrir. Samtökin vekja athygli á vatnsskorti víða um heim og safnaði hann hátt í fjórum milljónum íslenskra króna fyrir þau.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.