Golf

Örn á síðustu holunni tryggði tvítugum Bandaríkjamanni fyrsta sigurinn á PGA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wolff eftir púttið rosalega.
Wolff eftir púttið rosalega. vísir/getty
Örn hins tvítuga Bandaríkjamanns, Matthew Wolff, á síðustu holunni á fjórða hringnum á opna 3M-mótinu á PGA-mótaröðinni tryggði honum sinn fyrsta risatitil á ævinni.

Spennan var rosaleg á fjórða og síðasta hringnum í dag en eins og má sjá á myndinni hér fyrir neðan var alls ekki ljóst hver myndi ná í gullið. Tíu kylfingar voru í baráttuni og munaði aðeins einu höggi á fyrstu tíu.







Matthew Wolff fór hins vegar á kostu á síðari níu holunum í dag sem gerði það að verkum að hann endaði einu höggi á undan þeim Collin Morikawa og Bryson DeChambeau eftir ótrúlegan síðasta hring.







Þetta var fyrsti sigur Matthew en þetta var einungis hans þriðja risamót. Ótrúlegar stáltaugar sem hann sýndi á lokaholunum á eins stóru sviði og í dag.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×