Fótbolti

Bandaríska landsliðið tók met af einu besta karlalandsliði sögunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alex Morgan og samherjar fagna í dag.
Alex Morgan og samherjar fagna í dag. vísir/getty
Sigur Bandaríkjanna í úrslitaleiknum gegn Hollandi fyrr í dag á HM kvenna í Frakklandi var tólfti sigur liðsins í röð á heimsmeistaramóti. Magnaður árangur.

Með sigrinum i dag tók Bandaríkin því fram úr frábæru karlaliði Brasilíu, sem vann ellefu leiki í röð, á heimsmeistaramótunum 2002 og 2006.







Önnur mögnuð staðreynd er að bandaríska kvennalandsliðið þurfti einungis 28 ár til þess að vinna fjóra heimsmeistaratitla. Þeir komu á árunum 1991 og 2019.

Stórþjóðin Brasilía þurfti hins vegar 64 ár til þess að ná í sínar fjórar stjörnur en þær komu á árunum 1930 til 1994.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×