Gistiforeldrar á íþróttamótum skili inn sakavottorði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 11:45 Auður Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdstjóri UMFÍ. Fréttablaðið/Ernir Ungmennafélag Íslands vill að yfirvöld auðveldi aðgengi íþróttafélaga hér á landi að sakaskrá og sakavottorðum. Þannig sé hægt með auðveldum hætti að komast að því hvort umsækjendur um þjálfarastörf hjá börnum og foreldrar sem taka að sér sjálfboðaliðastörf við ferðir innanlands sem utan séu með hreint sakavottorð. Samkvæmt viðbót við Íþróttalögin er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta nýtilkomið í íþróttalögum en hafi verið í æskulýðslögum í einhvern tíma.Sakavottorð kostar 2500 krónur en UMFÍ getur hjálpað Hún vekur athygli á því að þetta feli í sér að áður en ferðir séu farnar þar sem foreldrar barna séu umsjónaraðilar, þeim falin umsjá með börnum, þá þurfi að framvísa sakavottorði viðkomandi foreldris. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Útgáfa sakavottorðs kostar í dag 2500 krónur hjá sýslumannsembættum landsins. Auður Inga segir að félögin geti sent beiðni til UMFÍ sem geti fengið sakavottorð án þess að greiða fyrir þau. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum á Landsmóti UMFÍ á Höfn síðastliðið sumar.UMFÍ„Við viljum einfalda þetta ferli,“ segir Auður Inga. Stór íþróttafélög séu með kannski 150 þjálfara í vinnu og svo bætist við tugir eða hundruð foreldra í sjálfboðavinnu í tengslum við mót og annað starf með börnunum. „Við hjá UMFÍ höfum upplifað að margir hafa óskað eftir sakavottorðum í tengslum ráðningu á þjálfurum,“ segir Auður Inga. Það sé ekki tilfellið með sjálfboðaliðastörf foreldra en þau skilyrði þurfi einnig að upplifa samkvæmt lögunum.Ekkert mál í nágrannalöndunum Auður segir UMFÍ hafa vakið athygli á því fyrst fyrir fimm árum að nauðsynlegt væri að auðvelda aðgengi íþróttafélaganna að þessum upplýsingum. „Bæði í Danmörku og Finnlandi geta ákveðnir aðilar hjá félögunum með einföldum hætti slegið inn kennitölur og fengið svör,“ segir Auður Inga. Markmiðið sé að sjálfsögðu að auðvelda starfið og gera stjórnendum kleift að ráða starfsfólk og sjálfboðaliða sem hæfa börnum.Málið var til umræðu í Reykjavík síðdegis þar sem Auður Inga sat fyrir svörum. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ungmennafélag Íslands vill að yfirvöld auðveldi aðgengi íþróttafélaga hér á landi að sakaskrá og sakavottorðum. Þannig sé hægt með auðveldum hætti að komast að því hvort umsækjendur um þjálfarastörf hjá börnum og foreldrar sem taka að sér sjálfboðaliðastörf við ferðir innanlands sem utan séu með hreint sakavottorð. Samkvæmt viðbót við Íþróttalögin er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta nýtilkomið í íþróttalögum en hafi verið í æskulýðslögum í einhvern tíma.Sakavottorð kostar 2500 krónur en UMFÍ getur hjálpað Hún vekur athygli á því að þetta feli í sér að áður en ferðir séu farnar þar sem foreldrar barna séu umsjónaraðilar, þeim falin umsjá með börnum, þá þurfi að framvísa sakavottorði viðkomandi foreldris. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Útgáfa sakavottorðs kostar í dag 2500 krónur hjá sýslumannsembættum landsins. Auður Inga segir að félögin geti sent beiðni til UMFÍ sem geti fengið sakavottorð án þess að greiða fyrir þau. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum á Landsmóti UMFÍ á Höfn síðastliðið sumar.UMFÍ„Við viljum einfalda þetta ferli,“ segir Auður Inga. Stór íþróttafélög séu með kannski 150 þjálfara í vinnu og svo bætist við tugir eða hundruð foreldra í sjálfboðavinnu í tengslum við mót og annað starf með börnunum. „Við hjá UMFÍ höfum upplifað að margir hafa óskað eftir sakavottorðum í tengslum ráðningu á þjálfurum,“ segir Auður Inga. Það sé ekki tilfellið með sjálfboðaliðastörf foreldra en þau skilyrði þurfi einnig að upplifa samkvæmt lögunum.Ekkert mál í nágrannalöndunum Auður segir UMFÍ hafa vakið athygli á því fyrst fyrir fimm árum að nauðsynlegt væri að auðvelda aðgengi íþróttafélaganna að þessum upplýsingum. „Bæði í Danmörku og Finnlandi geta ákveðnir aðilar hjá félögunum með einföldum hætti slegið inn kennitölur og fengið svör,“ segir Auður Inga. Markmiðið sé að sjálfsögðu að auðvelda starfið og gera stjórnendum kleift að ráða starfsfólk og sjálfboðaliða sem hæfa börnum.Málið var til umræðu í Reykjavík síðdegis þar sem Auður Inga sat fyrir svörum.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira