Þægileg afþreying Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 7. nóvember 2019 09:45 Ólafur Jóhann Ólafsson (f. 1962) er höfundur sem árlega er auglýstur með sterkum lýsingarorðum, ósjaldan í efsta stigi. Persónur hans eru sagðar „frábærlega vel teiknaðar“, söguþræðirnir „mergjaðir“ og ritverk hans „virkilega heillandi“ svo teknar séu nokkrar tilvitnanir úr dómum um hans fyrri verk sem birtar eru á bakhlið hans nýjustu bókar. Innflytjandinn nefnist hún og er fimmtánda bók Ólafs Jóhanns á ríflega þremur áratugum. Að þessu sinni er þó ekki ástæða til háfleygra lýsinga. Innflytjandinn er fremur látlaus sakamálasaga. Á bestu sprettunum er bókin ekki ósvipuð sumum síðari verkum Arnaldar Indriðasonar en stendur þeim þó nokkuð að baki bæði hvað varðar persónusköpun og sögufléttu. Aðalpersónan Hildur er ríflega miðaldra, vel stæð ekkja, búsett í New York. Hún kemur til landsins með duftker vinar síns til að uppfylla hans hinstu ósk en dregst þá inn í lögreglurannsókn á hvarfi ungrar konu. Inn í það blandast lát ungs karlmanns af erlendum uppruna og þegar fram í sækir lítur út fyrir að málin tvö tengist á einhvern hátt. Athyglin sem konuhvarfið fær samanborið við það hversu lítill gaumur er gefinn að dauðsfalli innflytjandans á sér auðsæja samsvörun í fremur nýliðnum atburðum hér á landi. Framvinda málanna tveggja og lyktir verða þó með nokkuð öðrum hætti í sögunni heldur en raunverunni. Engu að síður hnykkir íslenskum lesendum sjálfsagt mörgum við samlíkinguna sökum þess hve skammt er um liðið frá því að þjóðin sat agndofa yfir fréttum af hvarfi ungrar konu í Reykjavík. Í kynningarviðtölum hefur nokkuð verið látið með það að bókin fjalli um stöðu innflytjenda á Íslandi. Vissulega koma málefni þeirra hér við sögu en sú úrvinnsla ristir ekki djúpt. Er þó ljóst að höfundur hefur sett sig inn í menningar- og trúarumhverfi múslima á Íslandi og að nokkru leyti einnig aðbúnað hælisleitenda og innflytjenda. Hins vegar hnitast sagan ekki síður um persónulegt líf Hildar án þess þó að sá þráður nái raunverulegri festu í heildarvefnaðinum. Hildur er kona sem lifað hefur áreynslulitlu lífi vestur í Ameríku við efnahagslega velsæld (líkt og höfundurinn sjálfur), en á það á hættu eftir lát eiginmanns síns að fjölskylda hans – auðugir arabar – sölsi til sín hluta af arf leifð hans. Hún stendur líka í brasi vegna matargagnrýni sem hún hefur skrifað undir dulnefni fyrir erlent tíðindarit án þess að sú hliðarsaga gangi almennilega upp í heildarsamhenginu heldur. Persónugallerí sögunnar er fjölmennt og á köflum erfitt að halda þræði. Stíllinn einkennist af samtölum og sviðsmyndum þar sem borgarlandið er áberandi. Inn á milli eru skáldlegir sprettir. Vetrarveður, ófærð og samgönguerfiðleikar endurspegla hindranir í framvindu sögunnar, hvort sem um er að ræða óþjált regluverk hins opinbera eða teppur í sálarlífi aðalpersónunnar. Í gegnum gestsauga Hildar er brugðið upp mynd af íslensku samfélagi á fyrri hluta 21. aldar, eins og það kemur henni (eða höfundi sjálfum?) fyrir sjónir í samskiptum við fólk en einnig eins og það birtist í umræðu samfélagsmiðlanna sem seint verða taldir til gullaldarbókmennta. Er það býsna nöturleg lýsing á köflum en kunnugleg engu að síður. Athygli lesanda er með öðrum orðum beint að nokkrum auðsæjum samfélagsmeinum en ekki verður sagt að stungið sé á þeim. Þannig er þessi bók í ætt við þægilega lyftutónlist – hún líður áfram án mikilla tilþrifa eða afhjúpana og veldur litlu ónæði.Niðurstaða: Þægileg afþreying. Afhjúpar fátt og ógnar engu frekar en lyftutónlistin. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson (f. 1962) er höfundur sem árlega er auglýstur með sterkum lýsingarorðum, ósjaldan í efsta stigi. Persónur hans eru sagðar „frábærlega vel teiknaðar“, söguþræðirnir „mergjaðir“ og ritverk hans „virkilega heillandi“ svo teknar séu nokkrar tilvitnanir úr dómum um hans fyrri verk sem birtar eru á bakhlið hans nýjustu bókar. Innflytjandinn nefnist hún og er fimmtánda bók Ólafs Jóhanns á ríflega þremur áratugum. Að þessu sinni er þó ekki ástæða til háfleygra lýsinga. Innflytjandinn er fremur látlaus sakamálasaga. Á bestu sprettunum er bókin ekki ósvipuð sumum síðari verkum Arnaldar Indriðasonar en stendur þeim þó nokkuð að baki bæði hvað varðar persónusköpun og sögufléttu. Aðalpersónan Hildur er ríflega miðaldra, vel stæð ekkja, búsett í New York. Hún kemur til landsins með duftker vinar síns til að uppfylla hans hinstu ósk en dregst þá inn í lögreglurannsókn á hvarfi ungrar konu. Inn í það blandast lát ungs karlmanns af erlendum uppruna og þegar fram í sækir lítur út fyrir að málin tvö tengist á einhvern hátt. Athyglin sem konuhvarfið fær samanborið við það hversu lítill gaumur er gefinn að dauðsfalli innflytjandans á sér auðsæja samsvörun í fremur nýliðnum atburðum hér á landi. Framvinda málanna tveggja og lyktir verða þó með nokkuð öðrum hætti í sögunni heldur en raunverunni. Engu að síður hnykkir íslenskum lesendum sjálfsagt mörgum við samlíkinguna sökum þess hve skammt er um liðið frá því að þjóðin sat agndofa yfir fréttum af hvarfi ungrar konu í Reykjavík. Í kynningarviðtölum hefur nokkuð verið látið með það að bókin fjalli um stöðu innflytjenda á Íslandi. Vissulega koma málefni þeirra hér við sögu en sú úrvinnsla ristir ekki djúpt. Er þó ljóst að höfundur hefur sett sig inn í menningar- og trúarumhverfi múslima á Íslandi og að nokkru leyti einnig aðbúnað hælisleitenda og innflytjenda. Hins vegar hnitast sagan ekki síður um persónulegt líf Hildar án þess þó að sá þráður nái raunverulegri festu í heildarvefnaðinum. Hildur er kona sem lifað hefur áreynslulitlu lífi vestur í Ameríku við efnahagslega velsæld (líkt og höfundurinn sjálfur), en á það á hættu eftir lát eiginmanns síns að fjölskylda hans – auðugir arabar – sölsi til sín hluta af arf leifð hans. Hún stendur líka í brasi vegna matargagnrýni sem hún hefur skrifað undir dulnefni fyrir erlent tíðindarit án þess að sú hliðarsaga gangi almennilega upp í heildarsamhenginu heldur. Persónugallerí sögunnar er fjölmennt og á köflum erfitt að halda þræði. Stíllinn einkennist af samtölum og sviðsmyndum þar sem borgarlandið er áberandi. Inn á milli eru skáldlegir sprettir. Vetrarveður, ófærð og samgönguerfiðleikar endurspegla hindranir í framvindu sögunnar, hvort sem um er að ræða óþjált regluverk hins opinbera eða teppur í sálarlífi aðalpersónunnar. Í gegnum gestsauga Hildar er brugðið upp mynd af íslensku samfélagi á fyrri hluta 21. aldar, eins og það kemur henni (eða höfundi sjálfum?) fyrir sjónir í samskiptum við fólk en einnig eins og það birtist í umræðu samfélagsmiðlanna sem seint verða taldir til gullaldarbókmennta. Er það býsna nöturleg lýsing á köflum en kunnugleg engu að síður. Athygli lesanda er með öðrum orðum beint að nokkrum auðsæjum samfélagsmeinum en ekki verður sagt að stungið sé á þeim. Þannig er þessi bók í ætt við þægilega lyftutónlist – hún líður áfram án mikilla tilþrifa eða afhjúpana og veldur litlu ónæði.Niðurstaða: Þægileg afþreying. Afhjúpar fátt og ógnar engu frekar en lyftutónlistin.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira