Luka Doncic hreinskilinn eftir leik: Þeir björguðu mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 07:30 Luka Doncic hefur byrjað tímabilið vel en var næstum því búinn að kasta frá sér sigrinum í nótt. Getty/Tom Pennington Philadelphia 76ers vann fyrstu fimm leiki sína á nýju tímabili í NBA-deildinni en hefur nú tapað tveimur þeim síðustu. Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks hafa unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum. Luka Doncic gerði vissulega sitt í 107-106 sigri Dallas Mavericks á Orlando Magic með því að skora 27 stig, taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hann gerði líka stór mistök í lok leiksins sem hefðu getað kostað Dallas liðið sigurinn.27 PTS | 7 REB | 7 AST@luka7doncic propels the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/l0NUiZ6tN0 — NBA (@NBA) November 7, 2019 Dallas Mavericks tapaði tveimur boltum, einu stigi yfir, á lokamínútunni en liðsmönnum Orlando Magic tókst ekki að nýta sér það hinum megin á vellinum. Aaron Gordon fékk dæmda á sig tvo ruðninga á lokamínútunni. Seth Curry gaf Orlando Magic enn einn möguleikann með því að klikka á tveimur vítaskotum en þriggja stiga skot Nikola Vucevic á flautunni geigaði. Slóveninn Luka Doncic var hreinskilinn eftir leik og hrósaði Dallas vörninni. „Þeir björguðu mér,“ sagði Doncic sem var aðeins þremur fráköstum og þremur stoðsendingum frá þrennu í þriðja leiknum í röð. „Ég tók ekki rétta ákvörðun í sókninni en strákarnir björguðu mér í vörnini,“ sagði Doncic.Donovan Mitchell var með 25 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann Philadelphia 76ers í hörkuleik 106-104. Bojan Bogdanovic skoraði 20 stig og Rudy Gobert var með 14 stig og 16 fráköst. 76ers var um tíma eina taplausa lið deildarinnar en eftir fimm sigra í fyrstu fimm leikjunum hefur liðið nú tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá 76ers með 27 stig og 16 fráköst en Josh Richardson var með 24 stig. Ben Simmons lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla á öxl og var bara með 2 stig og 2 stoðsendingar á 10 mínútum í leiknum.@JHarden13 erupts for 36 PTS, 13 AST, 3 STL, 3 BLK as the @HoustonRockets take care of business at home! #OneMissionpic.twitter.com/eACttXkJv5 — NBA (@NBA) November 7, 2019James Harden hefur oft tapað mikilvægum leikjum á móti Golden State Warriors undanfarin ár og mætti blóðþyrstur til leiks í nótt. Harden var með 36 stig og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets burstaði Golden State Warriors 129-112. Russell Westbrook var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Warriors-liðið hefur þar með tapað sex af átta leikjum sínum á tímabilinu. James Harden hefur heldur betur safnað stigunum í upphafi leiktíðar en hann er með 292 stig í fyrstu átta leikjunum eða 36,5 stig að meðaltali. Þetta er það mesta í fyrstu átta leikjunum síðan að Michael Jordan skoraði 303 stig tímabilið 1988-89.The @Bucks win their 4th straight! #FearTheDeer Giannis finishes with 38 PTS, 16 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STL! pic.twitter.com/XTmdUfawc7 — NBA (@NBA) November 7, 2019Giannis Antetokounmpo átti frábæran leik þegar Milwaukee Bucks vann 129-124 útisigur á Los Angeles Clippers. Clippers hvíldi Kawhi Leonard í annað skiptið í vetur og tapaði sínum þriðja leik á tímabilinu. Antetokounmpo endaði leikinn með 38 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar.Pascal Siakam heldur áfram að leiða meistaralið Toronto Raptors í titilvörninni en hann var með 23 stig og 13 fráköst í sigri á Sacramento Kings í nótt. Kyle Lowry bætti við 24 stigum og NBA-meistararnir hafa unnið fimm af sjö fyrstu leikjum sínum þrátt fyrir að hafa misst tvo lykilmenn í sumar.47 PTS combined@Klow7 (24 PTS, 6 AST, 5 3PM) and @pskills43 (23 PTS, 13 REB, 5 AST) lead the @Raptors! #WeTheNorthpic.twitter.com/pbH339RQPg — NBA (@NBA) November 7, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Milwaukee Bucks 124-129 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 106-104 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-106 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 137-121 Atlanta Hawks - Chicago Bulls 93-113 Houston Rockets - Golden State Warriors 129-112 Toronto Raptors - Sacramento Kings 124-120 Detroit Pistons - New York Knicks 122-102 Indiana Pacers - Washington Wizards 121-106CAREER-HIGH 27 PTS! @satoransky goes 10-for-13 from the field to lift the @chicagobulls! #BullsNation 27 PTS | 7 REB | 8 AST | 4 3PM pic.twitter.com/rlhdDmbzU8 — NBA (@NBA) November 7, 2019 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Philadelphia 76ers vann fyrstu fimm leiki sína á nýju tímabili í NBA-deildinni en hefur nú tapað tveimur þeim síðustu. Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks hafa unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum. Luka Doncic gerði vissulega sitt í 107-106 sigri Dallas Mavericks á Orlando Magic með því að skora 27 stig, taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hann gerði líka stór mistök í lok leiksins sem hefðu getað kostað Dallas liðið sigurinn.27 PTS | 7 REB | 7 AST@luka7doncic propels the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/l0NUiZ6tN0 — NBA (@NBA) November 7, 2019 Dallas Mavericks tapaði tveimur boltum, einu stigi yfir, á lokamínútunni en liðsmönnum Orlando Magic tókst ekki að nýta sér það hinum megin á vellinum. Aaron Gordon fékk dæmda á sig tvo ruðninga á lokamínútunni. Seth Curry gaf Orlando Magic enn einn möguleikann með því að klikka á tveimur vítaskotum en þriggja stiga skot Nikola Vucevic á flautunni geigaði. Slóveninn Luka Doncic var hreinskilinn eftir leik og hrósaði Dallas vörninni. „Þeir björguðu mér,“ sagði Doncic sem var aðeins þremur fráköstum og þremur stoðsendingum frá þrennu í þriðja leiknum í röð. „Ég tók ekki rétta ákvörðun í sókninni en strákarnir björguðu mér í vörnini,“ sagði Doncic.Donovan Mitchell var með 25 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann Philadelphia 76ers í hörkuleik 106-104. Bojan Bogdanovic skoraði 20 stig og Rudy Gobert var með 14 stig og 16 fráköst. 76ers var um tíma eina taplausa lið deildarinnar en eftir fimm sigra í fyrstu fimm leikjunum hefur liðið nú tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá 76ers með 27 stig og 16 fráköst en Josh Richardson var með 24 stig. Ben Simmons lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla á öxl og var bara með 2 stig og 2 stoðsendingar á 10 mínútum í leiknum.@JHarden13 erupts for 36 PTS, 13 AST, 3 STL, 3 BLK as the @HoustonRockets take care of business at home! #OneMissionpic.twitter.com/eACttXkJv5 — NBA (@NBA) November 7, 2019James Harden hefur oft tapað mikilvægum leikjum á móti Golden State Warriors undanfarin ár og mætti blóðþyrstur til leiks í nótt. Harden var með 36 stig og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets burstaði Golden State Warriors 129-112. Russell Westbrook var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Warriors-liðið hefur þar með tapað sex af átta leikjum sínum á tímabilinu. James Harden hefur heldur betur safnað stigunum í upphafi leiktíðar en hann er með 292 stig í fyrstu átta leikjunum eða 36,5 stig að meðaltali. Þetta er það mesta í fyrstu átta leikjunum síðan að Michael Jordan skoraði 303 stig tímabilið 1988-89.The @Bucks win their 4th straight! #FearTheDeer Giannis finishes with 38 PTS, 16 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STL! pic.twitter.com/XTmdUfawc7 — NBA (@NBA) November 7, 2019Giannis Antetokounmpo átti frábæran leik þegar Milwaukee Bucks vann 129-124 útisigur á Los Angeles Clippers. Clippers hvíldi Kawhi Leonard í annað skiptið í vetur og tapaði sínum þriðja leik á tímabilinu. Antetokounmpo endaði leikinn með 38 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar.Pascal Siakam heldur áfram að leiða meistaralið Toronto Raptors í titilvörninni en hann var með 23 stig og 13 fráköst í sigri á Sacramento Kings í nótt. Kyle Lowry bætti við 24 stigum og NBA-meistararnir hafa unnið fimm af sjö fyrstu leikjum sínum þrátt fyrir að hafa misst tvo lykilmenn í sumar.47 PTS combined@Klow7 (24 PTS, 6 AST, 5 3PM) and @pskills43 (23 PTS, 13 REB, 5 AST) lead the @Raptors! #WeTheNorthpic.twitter.com/pbH339RQPg — NBA (@NBA) November 7, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Milwaukee Bucks 124-129 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 106-104 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-106 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 137-121 Atlanta Hawks - Chicago Bulls 93-113 Houston Rockets - Golden State Warriors 129-112 Toronto Raptors - Sacramento Kings 124-120 Detroit Pistons - New York Knicks 122-102 Indiana Pacers - Washington Wizards 121-106CAREER-HIGH 27 PTS! @satoransky goes 10-for-13 from the field to lift the @chicagobulls! #BullsNation 27 PTS | 7 REB | 8 AST | 4 3PM pic.twitter.com/rlhdDmbzU8 — NBA (@NBA) November 7, 2019
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira