Sífellt fleiri með loftslagskvíða: „Maður verður alveg heltekinn“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 19:00 Sífellt fleiri þjást af loftslagskvíða sem getur jafnvel verið lamandi að sögn sálfræðings. Kona sem þjáist af kvíðanum segir hann hafa heltekið sig á tímabili. Hún hafi orðið reið og fyllst vonleysi yfir neysluvenjum fólks. „Það eru allavega svona sjötíu prósent fólks á Íslandi sem segjast hafa áhyggjur af loftslagsmálum. En þegar þetta er orðið svona virkilega hamlandi og farið að gera það að verkum að fólk getur ekki notið lífsins er það svona sjaldgæfara," segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar, og bætir við að það séu þó vissulega dæmi um það. „Já, þar sem fólk er alveg undirlagt." Að sögn Sóleyjar hefur loftslagsváin einnig sífellt meiri áhrif á aðra kvíðasjúklinga. Áhyggjur vegna umhverfismála bætist ofan á aðrar. Þá eru aðrir í kulnun eftir að hafa keyrt sig í þrot með vinnu að umhverfismálum. „Þetta lýsir sér í stöðugum áhyggjum af þessum málum. Jafnvel pirringi út í fólk fyrir að gera ekkert í málunum, eða ekki nægilega mikið. Þetta lýsir sér líka í vonleysi; hver sé tilgangurinn með því að gera eitthvað. Það getur síðan leitt til depurðar," segir Sóley. Ein margra sem þjáist af loftslagskvíða er Eydís Blöndal. Þegar kvíðinn gerði fyrst vart við sig lýsti hann sér í miklu vonleysi og reiði.Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar.„Ég varð reið þegar ég sá einhvern kaupa mikið af kjöti í plasti og keyra síðan í burtu á bílnum sem var kannski skilinn eftir í gangi fyrir utan," segir Eydís. „Maður verður alveg heltekinn af þessu og getur eiginlega ekki hugsað um neitt annað. En á sama tíma finnst mér þetta vera svo réttmætur kvíði. Þetta er ekki eitthvað sem maður er að búa til innra með sér," segir hún. Ungmenni eru í meirihluta þeirra sem þjást af loftslagskvíða og Eydís segist ekki hafa farið varhluta af því. „Ég hef alveg oft verið á djamminu með vinkonum mínum þar sem við höfum alveg þurft að vera: „Stelpur, hættum að tala um yfirvofandi dauða. Förum bara og dönsum." Í öllum partíum sem ég fór í í sumar þá var líklega einn góður hálftími þar sem við töluðum um þetta og þurftum svo að hrista þetta af okkur, bara til að geta verið glöð," segir Eydís. Hún segist hafa náð ágætum tökum á kvíðanum með því að huga að eigin neysluvenjum. „Ég hugsa að lausnin sé bara að taka nokkur þúsund skref aftur á bak, endurhugsa þessa heimsmynd okkar og minnka samfélögin. Gera þau nánari, minnka neysluna og gefa henni meiri merkingu," segir Eydís. Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira
Sífellt fleiri þjást af loftslagskvíða sem getur jafnvel verið lamandi að sögn sálfræðings. Kona sem þjáist af kvíðanum segir hann hafa heltekið sig á tímabili. Hún hafi orðið reið og fyllst vonleysi yfir neysluvenjum fólks. „Það eru allavega svona sjötíu prósent fólks á Íslandi sem segjast hafa áhyggjur af loftslagsmálum. En þegar þetta er orðið svona virkilega hamlandi og farið að gera það að verkum að fólk getur ekki notið lífsins er það svona sjaldgæfara," segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar, og bætir við að það séu þó vissulega dæmi um það. „Já, þar sem fólk er alveg undirlagt." Að sögn Sóleyjar hefur loftslagsváin einnig sífellt meiri áhrif á aðra kvíðasjúklinga. Áhyggjur vegna umhverfismála bætist ofan á aðrar. Þá eru aðrir í kulnun eftir að hafa keyrt sig í þrot með vinnu að umhverfismálum. „Þetta lýsir sér í stöðugum áhyggjum af þessum málum. Jafnvel pirringi út í fólk fyrir að gera ekkert í málunum, eða ekki nægilega mikið. Þetta lýsir sér líka í vonleysi; hver sé tilgangurinn með því að gera eitthvað. Það getur síðan leitt til depurðar," segir Sóley. Ein margra sem þjáist af loftslagskvíða er Eydís Blöndal. Þegar kvíðinn gerði fyrst vart við sig lýsti hann sér í miklu vonleysi og reiði.Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar.„Ég varð reið þegar ég sá einhvern kaupa mikið af kjöti í plasti og keyra síðan í burtu á bílnum sem var kannski skilinn eftir í gangi fyrir utan," segir Eydís. „Maður verður alveg heltekinn af þessu og getur eiginlega ekki hugsað um neitt annað. En á sama tíma finnst mér þetta vera svo réttmætur kvíði. Þetta er ekki eitthvað sem maður er að búa til innra með sér," segir hún. Ungmenni eru í meirihluta þeirra sem þjást af loftslagskvíða og Eydís segist ekki hafa farið varhluta af því. „Ég hef alveg oft verið á djamminu með vinkonum mínum þar sem við höfum alveg þurft að vera: „Stelpur, hættum að tala um yfirvofandi dauða. Förum bara og dönsum." Í öllum partíum sem ég fór í í sumar þá var líklega einn góður hálftími þar sem við töluðum um þetta og þurftum svo að hrista þetta af okkur, bara til að geta verið glöð," segir Eydís. Hún segist hafa náð ágætum tökum á kvíðanum með því að huga að eigin neysluvenjum. „Ég hugsa að lausnin sé bara að taka nokkur þúsund skref aftur á bak, endurhugsa þessa heimsmynd okkar og minnka samfélögin. Gera þau nánari, minnka neysluna og gefa henni meiri merkingu," segir Eydís.
Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira