Fótbolti

Fótboltakonur á Spáni í verkfalli um helgina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn kvennaliðanna á Spáni berjast fyrir lágmarkslaunum og vinnuaðstöðu
Leikmenn kvennaliðanna á Spáni berjast fyrir lágmarkslaunum og vinnuaðstöðu vísir/getty
Fótboltakonur á Spáni leggja niður störf í dag og fara í verkfall vegna þess hve illa gengur í kjarabaráttu þeirra. BBC greindi frá þessu í dag.

Hátt í 200 leikmenn sem spila fyrir 16 félög kusu um það í október að fara í verkfall eftir að hafa staðið í kjarabaráttu í meira en ár.

Leikmennirnir vilja fá kjarasamning sem tryggir þeim lágmarkslaun, vinnuaðstöðu og fæðingarorlof eða eitthvað því um líkt.

Um helgina vara fram átta leikir í úrvalsdeildinni þar sem verkfallið gæti haft áhrif, en ef lið ná ekki að tefla fram sjö leikmönnum þá getur leikurinn ekki farið fram.

Leikur UDG Tenerife og Espanyol sem átti að fara fram í hádeginu fór ekki af stað því lið Tenerife mætti ekki. Liðið átti flug til Barcelona í gær, föstudag, en fluginu var seinkað vegna tæknivandamála og þá ákvað liðið að hreinlega sleppa því að ferðast til Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×