Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 19:41 Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslari Austurríkis. ean Gallup/Getty Allir ráðherrar austurríska jaðar-hægriflokksins sem kennir sig við frelsi hafa sagt af sér í kjölfar hneykslismáls þar sem formaður flokksins og varakanslari Austurríkis náðist á myndband reyna að kaupa sér og flokki sínum jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Á föstudag birtu miðlarnir Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung myndband þar sem Heinz-Christian Strache, nú fyrrum leiðtogi Frelsisflokksins og varakanslari Austurríkis, virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. Myndbandið var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Strache sagði af sér á laugardag vegna málsins, auk þess sem Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sleit ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns, Þjóðarflokksins, við Frelsisflokkinn og boðaði til kosninga. Auk varakanslarans fyrrverandi hafa fjórir ráðherrar flokksins nú sagt af sér vegna málsins. Það eru þau Herbert Kickl innanríkisráðherra, Mari Kunasek varnarmálaráðherra, Beate Hartinger-Klein, félags- heilbrigðis- vinnu- og neytendamálaráðherra, og Norbert Hofer, nýsköpunar- tækni- og ferðamálaráðherra. Við þennan lista bætist svo Karin Kneissl utanríkisráðherra. Hún er tilheyrir engum flokki opinberlega og telst því óháð, en var útnefnd í embætti sitt af Frelsisflokknum. Ástæða afsagnarinnar er sú að eftir að málið komst í hámæli kallaði Kurz eftir því að innanríkisráðherrann, Herbert Kickl, sem einnig er aðalritari Frelsisflokksins, tæki pokann sinn vegna málsins. Ráðherrar Frelsisflokksins svöruðu því með hótun um að segja allir af sér, yrði Kickl bolað úr embætti. Kurz hélt kröfu sinni aftur á móti til streitu og því fór svo að allir ráðherrar Frelsisflokksins sögðu af sér. Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Allir ráðherrar austurríska jaðar-hægriflokksins sem kennir sig við frelsi hafa sagt af sér í kjölfar hneykslismáls þar sem formaður flokksins og varakanslari Austurríkis náðist á myndband reyna að kaupa sér og flokki sínum jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Á föstudag birtu miðlarnir Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung myndband þar sem Heinz-Christian Strache, nú fyrrum leiðtogi Frelsisflokksins og varakanslari Austurríkis, virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. Myndbandið var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Strache sagði af sér á laugardag vegna málsins, auk þess sem Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sleit ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns, Þjóðarflokksins, við Frelsisflokkinn og boðaði til kosninga. Auk varakanslarans fyrrverandi hafa fjórir ráðherrar flokksins nú sagt af sér vegna málsins. Það eru þau Herbert Kickl innanríkisráðherra, Mari Kunasek varnarmálaráðherra, Beate Hartinger-Klein, félags- heilbrigðis- vinnu- og neytendamálaráðherra, og Norbert Hofer, nýsköpunar- tækni- og ferðamálaráðherra. Við þennan lista bætist svo Karin Kneissl utanríkisráðherra. Hún er tilheyrir engum flokki opinberlega og telst því óháð, en var útnefnd í embætti sitt af Frelsisflokknum. Ástæða afsagnarinnar er sú að eftir að málið komst í hámæli kallaði Kurz eftir því að innanríkisráðherrann, Herbert Kickl, sem einnig er aðalritari Frelsisflokksins, tæki pokann sinn vegna málsins. Ráðherrar Frelsisflokksins svöruðu því með hótun um að segja allir af sér, yrði Kickl bolað úr embætti. Kurz hélt kröfu sinni aftur á móti til streitu og því fór svo að allir ráðherrar Frelsisflokksins sögðu af sér.
Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04
Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30