Toronto minnkaði muninn eftir sigur í tvíframlengdum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 07:15 Kawhi Leonard fagnar en Khris Middleton er allt annað en sáttur. AP/Nathan Denette Eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum náði Toronto Raptors að minnka muninn í nótt í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Toronto vann 118-112 sigur á Milwaukee Bucks eftir tvíframlengdan leik og kom því í veg fyrir að staðan væri 3-0 í báðum einvígum úrslitakeppninnar. Þetta var aðeins annað tap Milwaukee Bucks liðsins í allri úrslitakeppninni því liðið sló Detroit Pistons út 4-0 og vann Boston Celtics 4-1. Kawhi Leonard var öflugur fyrir Toronto með 36 stig þar af átta þeirra í síðari framlengingunni. Hann þurfti hins vegar að spila 52 mínútur í leiknum sem gæti komið niður á honum í framhaldinu. Hann hafði mest áður spilað 46 mínútur í einum leik í úrslitakeppninni.#WeTheNorth@kawhileonard scores 19 of his 36 PTS in the 4th/OT's, guiding the @Raptors (1-2) to the double OT win in Game 3! #NBAPlayoffs Game 4: Tuesday (5/21), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/MqBvc3QT8S — NBA (@NBA) May 20, 2019Áhyggjuefnið fyrir Toronto er kannski það að tveir bestu menn Milwaukee Bucks áttu allt annað en góðan dag. Giannis Antetokounmpo og Khris Middleton voru bara með 12 og 9 stig í leiknum og hittu saman aðeins úr 8 af 32 skotum sínum. Giannis fékk líka sex villur og tapaði boltanum átta sinnum en var með 23 fráköst. Það voru fleiri en Kawhi Leonard að skila tölum hjá Toronto liðinu. Pascal Siakam var með 25 stig og 11 fráköst, Norman Powell kom með 19 stig af bekknum og Marc Gasol var með 16 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.@pskills43's 25 PTS and clutch block help the @Raptors win ECF Game 3 in 2OT! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 4: Tuesday (5/21), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/fYDo5Cmk9R — NBA (@NBA) May 20, 2019Pascal Siakam gat reyndar klárað leikinn í venjulegum leiktíma en klikkaði á tveimur vítaskotum þegar 7,4 sekúndur voru eftir af leiknum. George Hill skoraði 24 stig fyrir Milwaukee Bucks og tryggði sínum liði aðra framlengingu þegar hann jafnaði metin í 103-130 á vítalínunni. Malcolm Brogdon skoraði 20 stig fyrir Bucks en liðið var búið að vinna fimm útileiki í röð fyrir þennan leik."This is playoff basketball..." Kawhi recaps the @Raptors 2OT win!#WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/MT16navIHI — NBA (@NBA) May 20, 2019 NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum náði Toronto Raptors að minnka muninn í nótt í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Toronto vann 118-112 sigur á Milwaukee Bucks eftir tvíframlengdan leik og kom því í veg fyrir að staðan væri 3-0 í báðum einvígum úrslitakeppninnar. Þetta var aðeins annað tap Milwaukee Bucks liðsins í allri úrslitakeppninni því liðið sló Detroit Pistons út 4-0 og vann Boston Celtics 4-1. Kawhi Leonard var öflugur fyrir Toronto með 36 stig þar af átta þeirra í síðari framlengingunni. Hann þurfti hins vegar að spila 52 mínútur í leiknum sem gæti komið niður á honum í framhaldinu. Hann hafði mest áður spilað 46 mínútur í einum leik í úrslitakeppninni.#WeTheNorth@kawhileonard scores 19 of his 36 PTS in the 4th/OT's, guiding the @Raptors (1-2) to the double OT win in Game 3! #NBAPlayoffs Game 4: Tuesday (5/21), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/MqBvc3QT8S — NBA (@NBA) May 20, 2019Áhyggjuefnið fyrir Toronto er kannski það að tveir bestu menn Milwaukee Bucks áttu allt annað en góðan dag. Giannis Antetokounmpo og Khris Middleton voru bara með 12 og 9 stig í leiknum og hittu saman aðeins úr 8 af 32 skotum sínum. Giannis fékk líka sex villur og tapaði boltanum átta sinnum en var með 23 fráköst. Það voru fleiri en Kawhi Leonard að skila tölum hjá Toronto liðinu. Pascal Siakam var með 25 stig og 11 fráköst, Norman Powell kom með 19 stig af bekknum og Marc Gasol var með 16 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.@pskills43's 25 PTS and clutch block help the @Raptors win ECF Game 3 in 2OT! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 4: Tuesday (5/21), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/fYDo5Cmk9R — NBA (@NBA) May 20, 2019Pascal Siakam gat reyndar klárað leikinn í venjulegum leiktíma en klikkaði á tveimur vítaskotum þegar 7,4 sekúndur voru eftir af leiknum. George Hill skoraði 24 stig fyrir Milwaukee Bucks og tryggði sínum liði aðra framlengingu þegar hann jafnaði metin í 103-130 á vítalínunni. Malcolm Brogdon skoraði 20 stig fyrir Bucks en liðið var búið að vinna fimm útileiki í röð fyrir þennan leik."This is playoff basketball..." Kawhi recaps the @Raptors 2OT win!#WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/MT16navIHI — NBA (@NBA) May 20, 2019
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti