Lífið

Jóhannes Haukur lætur Ian McKellen heyra það í nýrri stiklu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jóhannes Haukur deilir atriði með Ian McKellen.
Jóhannes Haukur deilir atriði með Ian McKellen. Mynd/Skjáskot
Jóhannes Haukur Hauksson er á meðal leikara í myndinni The Good Liar sem skartar bresku stórleikurunum Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverki. Jóhannes Haukur vekur athygli á því á Twitter að hann láti McKellen heyra það í nýrri stiklu fyrir myndina sem kom út í gær.

„jú jú þau eru þarna. En ég læt gamla manninn heyra það í treilernum. Með rússneskum hreim að sjálfsögðu,“ skrifar Jóhannes Haukur á Twitter og vísar þar í aðalleikarana tvö. Í stiklunni má sjá Jóhannes Hauk í hlutverki sínu segjast vita ýmislegt um persónuna sem McKellen leikur.

McKellen leikur svikahrapp í myndinni en Mirren leikur fórnarlamb hans. Óvænt tengsl myndast hins vegar á milli þeirra tveggja en um spennumynd er að ræða í leikstjórn Bill Condon.

Jóhannes Haukur er ekki í ónýtum félagsskap í myndinni en Ian McKellen á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hann er þó líklega helst þekktur fyrir túlkuns á töframanninum Gandálfi í þríleiknum um Hringadróttinssögu.

Svipaða sögu má segja um Helen Mirren en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki árið 2007 fyrir hlutverk sitt sem Elísabet II Bretlandsdrottning í kvikmyndinni The Queen.


Tengdar fréttir

Mamma er langbesti aðdáandinn

Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur undanfarin ár leikið bitastæð hlutverk í stórum þáttaröðum og kvikmyndum á erlendri grund. Þrátt fyrir annríkið fylgir velgengninni góður tími með fjölskyldunni sem hefur fengið að heimsækja hann á tökustaði vítt og breitt um heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.