Segir að stjörnuleikmenn Barcelona hafi mætt fullir á æfingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2019 11:00 Ronaldinho og Deco unnu Meistaradeildina með Barcelona. Getty/Laurence Griffiths Fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona hefur greint frá ástæðunni fyrir því að tími Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona endaði svo snögglega þegar Pep Guardiola tók við Barcelona liðinu árið 2008. Alexander Hleb segir að Barcelona hafi selt Brasilíumanninn Ronaldinho og Portúgalann Deco til að verja Lionel Messi fyrir slæmum áhrifum frá þeirra líferni. Samkvæmt Hleb þá komu þeir Ronaldinho og Deco, þá báðir í hópi bestu knattspyrnumanna heims, meðal annars fullir á æfingar en þeir voru þekktir fyrir að fara út að skemmta sér og njóta þess sem Barcelona borg hefur að bjóða.Why did Barca sell Ronaldinho? Alexander Hleb has the shocking answer! https://t.co/AfDWHXsZhd — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019Messi var að koma upp úr unglingastarfinu á þessum tíma og hafði spilað með þeim Ronaldinho og Deco. Ronaldinho var mjög vinsæll leikmaður hjá Barcelona og hafði verið kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2005. Nú þremur árum síðar var skemmtanalífið og áfengið farið að hafa veruleg áhrif á kappann. „Ronaldinho og Deco komu fullir á æfingu. Þess vegna voru þeir seldir árið 2008. Þeir voru hræddir við að þeir myndu hafa slæm áhrif á Lionel Messi,“ sagði Alexander Hleb við V OKA TV. Alexander Hleb var sjálfur hjá Barcelona í fjögur ár en lék samt aðeins 36 leiki með félaginu. Hann var lánaður til félaga eins og Stuttgart, Birmingham og Wolfsburg. Hann fór frá Barcelona árið 2012 og þá til rússneska félagsins Krylia Sovetov Samara. Hleb var sjálfur ekkert of spenntur fyrir því að fara til Barcelona. „Ef ég segi alveg eins og er þá vildi ég í fyrstu ekki fara til Barcelona. Ég vildi fara til Bayern München eða vera áfram hjá Arsenal. Umboðsmennirnir voru að segja mér að fara til Barcelona af því að Guardiola vildi fá mig,“ sagði Hleb. Ronaldinho var þarna bara 28 ára gamall og Deco þrítugur. Þeir áttu því að eiga enn þá mikið eftir. Ferill Ronaldinho var hins vegar á hraðri niðurleið eftir tíma hans hjá Barcelona. Hann fór þaðan til AC Milan á Ítalíu en flakkaði svo síðustu ár ferilsins milli liða í Brasilíu. Deco fór frá Barcelona til Chelsea en entist bara á Stamford Bridge í tvö ár. Síðustu ár ferilsins lék hann síðan í Brasilíu. Spænski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Sjá meira
Fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona hefur greint frá ástæðunni fyrir því að tími Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona endaði svo snögglega þegar Pep Guardiola tók við Barcelona liðinu árið 2008. Alexander Hleb segir að Barcelona hafi selt Brasilíumanninn Ronaldinho og Portúgalann Deco til að verja Lionel Messi fyrir slæmum áhrifum frá þeirra líferni. Samkvæmt Hleb þá komu þeir Ronaldinho og Deco, þá báðir í hópi bestu knattspyrnumanna heims, meðal annars fullir á æfingar en þeir voru þekktir fyrir að fara út að skemmta sér og njóta þess sem Barcelona borg hefur að bjóða.Why did Barca sell Ronaldinho? Alexander Hleb has the shocking answer! https://t.co/AfDWHXsZhd — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019Messi var að koma upp úr unglingastarfinu á þessum tíma og hafði spilað með þeim Ronaldinho og Deco. Ronaldinho var mjög vinsæll leikmaður hjá Barcelona og hafði verið kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2005. Nú þremur árum síðar var skemmtanalífið og áfengið farið að hafa veruleg áhrif á kappann. „Ronaldinho og Deco komu fullir á æfingu. Þess vegna voru þeir seldir árið 2008. Þeir voru hræddir við að þeir myndu hafa slæm áhrif á Lionel Messi,“ sagði Alexander Hleb við V OKA TV. Alexander Hleb var sjálfur hjá Barcelona í fjögur ár en lék samt aðeins 36 leiki með félaginu. Hann var lánaður til félaga eins og Stuttgart, Birmingham og Wolfsburg. Hann fór frá Barcelona árið 2012 og þá til rússneska félagsins Krylia Sovetov Samara. Hleb var sjálfur ekkert of spenntur fyrir því að fara til Barcelona. „Ef ég segi alveg eins og er þá vildi ég í fyrstu ekki fara til Barcelona. Ég vildi fara til Bayern München eða vera áfram hjá Arsenal. Umboðsmennirnir voru að segja mér að fara til Barcelona af því að Guardiola vildi fá mig,“ sagði Hleb. Ronaldinho var þarna bara 28 ára gamall og Deco þrítugur. Þeir áttu því að eiga enn þá mikið eftir. Ferill Ronaldinho var hins vegar á hraðri niðurleið eftir tíma hans hjá Barcelona. Hann fór þaðan til AC Milan á Ítalíu en flakkaði svo síðustu ár ferilsins milli liða í Brasilíu. Deco fór frá Barcelona til Chelsea en entist bara á Stamford Bridge í tvö ár. Síðustu ár ferilsins lék hann síðan í Brasilíu.
Spænski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Sjá meira