Segir að stjörnuleikmenn Barcelona hafi mætt fullir á æfingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2019 11:00 Ronaldinho og Deco unnu Meistaradeildina með Barcelona. Getty/Laurence Griffiths Fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona hefur greint frá ástæðunni fyrir því að tími Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona endaði svo snögglega þegar Pep Guardiola tók við Barcelona liðinu árið 2008. Alexander Hleb segir að Barcelona hafi selt Brasilíumanninn Ronaldinho og Portúgalann Deco til að verja Lionel Messi fyrir slæmum áhrifum frá þeirra líferni. Samkvæmt Hleb þá komu þeir Ronaldinho og Deco, þá báðir í hópi bestu knattspyrnumanna heims, meðal annars fullir á æfingar en þeir voru þekktir fyrir að fara út að skemmta sér og njóta þess sem Barcelona borg hefur að bjóða.Why did Barca sell Ronaldinho? Alexander Hleb has the shocking answer! https://t.co/AfDWHXsZhd — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019Messi var að koma upp úr unglingastarfinu á þessum tíma og hafði spilað með þeim Ronaldinho og Deco. Ronaldinho var mjög vinsæll leikmaður hjá Barcelona og hafði verið kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2005. Nú þremur árum síðar var skemmtanalífið og áfengið farið að hafa veruleg áhrif á kappann. „Ronaldinho og Deco komu fullir á æfingu. Þess vegna voru þeir seldir árið 2008. Þeir voru hræddir við að þeir myndu hafa slæm áhrif á Lionel Messi,“ sagði Alexander Hleb við V OKA TV. Alexander Hleb var sjálfur hjá Barcelona í fjögur ár en lék samt aðeins 36 leiki með félaginu. Hann var lánaður til félaga eins og Stuttgart, Birmingham og Wolfsburg. Hann fór frá Barcelona árið 2012 og þá til rússneska félagsins Krylia Sovetov Samara. Hleb var sjálfur ekkert of spenntur fyrir því að fara til Barcelona. „Ef ég segi alveg eins og er þá vildi ég í fyrstu ekki fara til Barcelona. Ég vildi fara til Bayern München eða vera áfram hjá Arsenal. Umboðsmennirnir voru að segja mér að fara til Barcelona af því að Guardiola vildi fá mig,“ sagði Hleb. Ronaldinho var þarna bara 28 ára gamall og Deco þrítugur. Þeir áttu því að eiga enn þá mikið eftir. Ferill Ronaldinho var hins vegar á hraðri niðurleið eftir tíma hans hjá Barcelona. Hann fór þaðan til AC Milan á Ítalíu en flakkaði svo síðustu ár ferilsins milli liða í Brasilíu. Deco fór frá Barcelona til Chelsea en entist bara á Stamford Bridge í tvö ár. Síðustu ár ferilsins lék hann síðan í Brasilíu. Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
Fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona hefur greint frá ástæðunni fyrir því að tími Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona endaði svo snögglega þegar Pep Guardiola tók við Barcelona liðinu árið 2008. Alexander Hleb segir að Barcelona hafi selt Brasilíumanninn Ronaldinho og Portúgalann Deco til að verja Lionel Messi fyrir slæmum áhrifum frá þeirra líferni. Samkvæmt Hleb þá komu þeir Ronaldinho og Deco, þá báðir í hópi bestu knattspyrnumanna heims, meðal annars fullir á æfingar en þeir voru þekktir fyrir að fara út að skemmta sér og njóta þess sem Barcelona borg hefur að bjóða.Why did Barca sell Ronaldinho? Alexander Hleb has the shocking answer! https://t.co/AfDWHXsZhd — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019Messi var að koma upp úr unglingastarfinu á þessum tíma og hafði spilað með þeim Ronaldinho og Deco. Ronaldinho var mjög vinsæll leikmaður hjá Barcelona og hafði verið kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2005. Nú þremur árum síðar var skemmtanalífið og áfengið farið að hafa veruleg áhrif á kappann. „Ronaldinho og Deco komu fullir á æfingu. Þess vegna voru þeir seldir árið 2008. Þeir voru hræddir við að þeir myndu hafa slæm áhrif á Lionel Messi,“ sagði Alexander Hleb við V OKA TV. Alexander Hleb var sjálfur hjá Barcelona í fjögur ár en lék samt aðeins 36 leiki með félaginu. Hann var lánaður til félaga eins og Stuttgart, Birmingham og Wolfsburg. Hann fór frá Barcelona árið 2012 og þá til rússneska félagsins Krylia Sovetov Samara. Hleb var sjálfur ekkert of spenntur fyrir því að fara til Barcelona. „Ef ég segi alveg eins og er þá vildi ég í fyrstu ekki fara til Barcelona. Ég vildi fara til Bayern München eða vera áfram hjá Arsenal. Umboðsmennirnir voru að segja mér að fara til Barcelona af því að Guardiola vildi fá mig,“ sagði Hleb. Ronaldinho var þarna bara 28 ára gamall og Deco þrítugur. Þeir áttu því að eiga enn þá mikið eftir. Ferill Ronaldinho var hins vegar á hraðri niðurleið eftir tíma hans hjá Barcelona. Hann fór þaðan til AC Milan á Ítalíu en flakkaði svo síðustu ár ferilsins milli liða í Brasilíu. Deco fór frá Barcelona til Chelsea en entist bara á Stamford Bridge í tvö ár. Síðustu ár ferilsins lék hann síðan í Brasilíu.
Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira