Fyrir ári síðan var Liverpool nærri því að kaupa miðjumanninn á 53 milljónir punda. Hann gekkst undir læknisskoðun þar sem myndataka leiddi í ljós að hann glímdi við hnémeiðsli. Fyrir vikið varð ekkert af kaupunum.
Liverpool not planning fresh move for Fekir despite reports#LFChttps://t.co/H79s64fTW6
— Independent Sport (@IndoSport) June 13, 2019
Liverpool vildi ekki taka áhættuna á hnémeiðslum hans og ákvað að leita á önnur mið. Nú vilja fjölmiðlar í Frakklandi meina að Liverpool reyni aftur að klófesta Fekir í sumar.
Independent hefur heimildir fyrir því að ekkert sé til í þeim efnum. Fekir á tólf mánuði eftir af samningi sínum hjá Lyon.