Krefur BBC um útskýringar vegna brandara um að kasta sýru í stjórnmálafólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2019 08:40 May hefur krafið BBC svara um hvers vegna brandarinn var settur í loftið. Getty/NurPhoto Theresa May, starfandi forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir svörum frá ríkisútvarpi Bretlands, BBC, um hvers vegna brandari sem snerist um að kasta rafgeymasýru í stjórnmálafólk var settur í loftið í einum af útvarpsþáttum stofnunarinnar. BBC segir gesti þátta sinna oft reyna að ögra, en að varast ætti að taka þá alvarlega í öllum tilfellum. Grínistinn og leikkonan Jo Brand var gestur útvarpsþáttarins Heresy á BBC þegar hún lét ummælin falla. Þau komu í kjölfar umræðu um mótmæli sem hafa farið hátt í fjölmiðlum að undanförnu, þar sem mjólkurhristingum hefur verið hent í stjórnmálamenn á hægri væng breskra stjórnmála. Sky News greinir frá þessu. „Ég myndi segja að nokkrir ógeðfelldir einstaklingar [stjórnmálamennirnir sem hafa fengið yfir sig mjólkurhristinga] séu í forgrunni þessa máls. Það er mjög, mjög auðvalt að hata þá og ég er eiginlega að hugsa: „Til hvers að vera að ómaka sig með mjólkurhristingum þegar þú getur náð þér í rafgeymasýru,““ sagði Brand. „Það er bara ég. Ég ætla ekki að gera þetta. Þetta er hrein og klár fantasía. En mér finnst mjólkurhristingar vera aumkunarverðir, mér finnst það í alvöru. Því miður,“ hélt Brand áfram.Ekki eru allir sáttir með grín Jo Brand.Getty/Ollie MillingtonÍhaldsfólk ósátt með ummælin Talsmaður forsætisráðherrans segir May ætíð hafa sagt stjórnmálamenn eiga að geta boðið sig fram án þess að eiga á hættu að vera áreittir, ógnað eða beittir ofbeldi á einhvern hátt. „Það er hlutverk BBC að útskýra hvers vegna þótti viðeigandi að útvarpa þessum ummælum.“ Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, er einn þeirra sem hefur orðið fyrir mjólkurhristingi. Í síðasta mánuði fékk hann yfir sig einn slíkan á kosningafundi í Newcastle. Farage sakar Brand um að ýta undir ofbeldi og segist telja lögregluna þurfa að aðhafast í málinu. BBC ver ummælin Talskona BBC segir Heresy vera gamalgróinn grínþátt og að titill hans, sem á Íslensku myndi útlistast sem „Trúvilla,“ gefi til kynna að gestir þáttarins kunni að vilja ögra hlustendum og fara gegn félagslegum venjum, án þess að allt sem þeir segi sé tekið alvarlega. Coren Mitchell, þáttastjórnandi Heresy, sagðist í lok umrædds þáttar vona að ummæli Brand hafi ekki móðgað neinn en benti á að markmið þáttarins væri að „reyna á þolmörk þess sem má og má ekki segja.“Nigel Farage, hér útataður í mjólkurhristing.Getty/Ian Forsyth Bretland Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Theresa May, starfandi forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir svörum frá ríkisútvarpi Bretlands, BBC, um hvers vegna brandari sem snerist um að kasta rafgeymasýru í stjórnmálafólk var settur í loftið í einum af útvarpsþáttum stofnunarinnar. BBC segir gesti þátta sinna oft reyna að ögra, en að varast ætti að taka þá alvarlega í öllum tilfellum. Grínistinn og leikkonan Jo Brand var gestur útvarpsþáttarins Heresy á BBC þegar hún lét ummælin falla. Þau komu í kjölfar umræðu um mótmæli sem hafa farið hátt í fjölmiðlum að undanförnu, þar sem mjólkurhristingum hefur verið hent í stjórnmálamenn á hægri væng breskra stjórnmála. Sky News greinir frá þessu. „Ég myndi segja að nokkrir ógeðfelldir einstaklingar [stjórnmálamennirnir sem hafa fengið yfir sig mjólkurhristinga] séu í forgrunni þessa máls. Það er mjög, mjög auðvalt að hata þá og ég er eiginlega að hugsa: „Til hvers að vera að ómaka sig með mjólkurhristingum þegar þú getur náð þér í rafgeymasýru,““ sagði Brand. „Það er bara ég. Ég ætla ekki að gera þetta. Þetta er hrein og klár fantasía. En mér finnst mjólkurhristingar vera aumkunarverðir, mér finnst það í alvöru. Því miður,“ hélt Brand áfram.Ekki eru allir sáttir með grín Jo Brand.Getty/Ollie MillingtonÍhaldsfólk ósátt með ummælin Talsmaður forsætisráðherrans segir May ætíð hafa sagt stjórnmálamenn eiga að geta boðið sig fram án þess að eiga á hættu að vera áreittir, ógnað eða beittir ofbeldi á einhvern hátt. „Það er hlutverk BBC að útskýra hvers vegna þótti viðeigandi að útvarpa þessum ummælum.“ Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, er einn þeirra sem hefur orðið fyrir mjólkurhristingi. Í síðasta mánuði fékk hann yfir sig einn slíkan á kosningafundi í Newcastle. Farage sakar Brand um að ýta undir ofbeldi og segist telja lögregluna þurfa að aðhafast í málinu. BBC ver ummælin Talskona BBC segir Heresy vera gamalgróinn grínþátt og að titill hans, sem á Íslensku myndi útlistast sem „Trúvilla,“ gefi til kynna að gestir þáttarins kunni að vilja ögra hlustendum og fara gegn félagslegum venjum, án þess að allt sem þeir segi sé tekið alvarlega. Coren Mitchell, þáttastjórnandi Heresy, sagðist í lok umrædds þáttar vona að ummæli Brand hafi ekki móðgað neinn en benti á að markmið þáttarins væri að „reyna á þolmörk þess sem má og má ekki segja.“Nigel Farage, hér útataður í mjólkurhristing.Getty/Ian Forsyth
Bretland Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30