Landinn er sólginn í ís í sól og veðurblíðunni Pálmi Kormákur skrifar 14. júní 2019 10:15 Katla, Anna Svava og Laufey njóta sín í veðurblíðunni. Fréttablaðið/Stefán Íssalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að bein tenging sé milli góða veðursins sem landsmenn hafa fengið að njóta það sem af er sumri og aukinnar íssölu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir þriðjungi meira að gera nú en á sama tíma í fyrra. Eigandi Emmessíss segir áberandi söluaukningu á milli ára; um sé að ræða 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og í ísbúðum. Anna Svava Knútsdóttir, uppistandari og annar eigandi Valdísar, bindur vonir við að sólin láti áfram sjá sig í sumar. „Það er þriðjungi meira að gera en á sama tíma á síðasta ári. Reksturinn er bara þannig að sólin segir til um söluna, manneskjan sem sér um vaktaplönin kíkir á veðurspána fyrir vakt og fær starfsfólk til vinnu miðað við hversu góð spáin er. Þar af leiðandi er fólk sem er venjulega í hlutastarfi hjá okkur næstum búið að vera í fullri vinnu upp á síðkastið sökum veðurs.“ Anna hefur litlar áhyggjur af ísáti og áhrif þess á holdafar fólks. Hún vitnar í þá þekktu staðreynd að maðurinn hafi tvo maga, einn fyrir ís og annan fyrir mat. „Að öllu gríni slepptu vil ég meina að ísinn hvetji fólk til útivistar og hreyfingar í veðurblíðunni og að það vegi upp á móti hvaða lýðheilsuáhyggjum sem menn kynnu að hafa.“ Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir að þó mikið sé að gera um þessar mundir sé samt ótrúlegt hvað ís selst vel í vondu veðri líka. „Fólk kaupir sér ís á veturna og borðar hann í bílnum eða heima hjá sér. Við erum örugglega frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta varðar, maður fer ekki og fær sér ís í Kaupmannahöfn ef það er ekki sól.“ Pálmi Jónsson, eigandi Emmessíss, undirstrikar mikilvægi sólarinnar og bendir einnig á aukna sölu ár frá ári. „Það er búið að ganga bara rosalega vel, það er augljóslega bein tenging milli veðurs og íssölu, það er áberandi söluaukning á milli ára og við erum að horfa á 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og ísbúðum. Það er augljóst að ís kemur öllum í gott skap.“ Neytendur Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Íssalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að bein tenging sé milli góða veðursins sem landsmenn hafa fengið að njóta það sem af er sumri og aukinnar íssölu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir þriðjungi meira að gera nú en á sama tíma í fyrra. Eigandi Emmessíss segir áberandi söluaukningu á milli ára; um sé að ræða 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og í ísbúðum. Anna Svava Knútsdóttir, uppistandari og annar eigandi Valdísar, bindur vonir við að sólin láti áfram sjá sig í sumar. „Það er þriðjungi meira að gera en á sama tíma á síðasta ári. Reksturinn er bara þannig að sólin segir til um söluna, manneskjan sem sér um vaktaplönin kíkir á veðurspána fyrir vakt og fær starfsfólk til vinnu miðað við hversu góð spáin er. Þar af leiðandi er fólk sem er venjulega í hlutastarfi hjá okkur næstum búið að vera í fullri vinnu upp á síðkastið sökum veðurs.“ Anna hefur litlar áhyggjur af ísáti og áhrif þess á holdafar fólks. Hún vitnar í þá þekktu staðreynd að maðurinn hafi tvo maga, einn fyrir ís og annan fyrir mat. „Að öllu gríni slepptu vil ég meina að ísinn hvetji fólk til útivistar og hreyfingar í veðurblíðunni og að það vegi upp á móti hvaða lýðheilsuáhyggjum sem menn kynnu að hafa.“ Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir að þó mikið sé að gera um þessar mundir sé samt ótrúlegt hvað ís selst vel í vondu veðri líka. „Fólk kaupir sér ís á veturna og borðar hann í bílnum eða heima hjá sér. Við erum örugglega frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta varðar, maður fer ekki og fær sér ís í Kaupmannahöfn ef það er ekki sól.“ Pálmi Jónsson, eigandi Emmessíss, undirstrikar mikilvægi sólarinnar og bendir einnig á aukna sölu ár frá ári. „Það er búið að ganga bara rosalega vel, það er augljóslega bein tenging milli veðurs og íssölu, það er áberandi söluaukning á milli ára og við erum að horfa á 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og ísbúðum. Það er augljóst að ís kemur öllum í gott skap.“
Neytendur Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira