Frá sjónarhorni starfsfólks hjúkrunarheimila María Fjóla Harðardóttir og Pétur Magnússon skrifar 21. maí 2019 17:18 Stundum birtast á samfélagsmiðlum eða fjölmiðlum ófagrar lýsingar á þjónustu við aldraða, m.a. á hjúkrunarheimilum landsins. Oftar en ekki fjalla aðstandendur um upplifun sína af veikindum sinna nánustu og þeirri þjónustu sem veitt er. Það er eðlilegt og væri í raun óeðlilegt ef svo væri ekki í ljósi þess að á hjúkrunarheimilum landsins búa alls um þrjú þúsund manns hverju sinni sem eiga þúsundir náinna aðstandenda, ekki síst syni og dætur sem láta sér velferð foreldra sinna miklu varða. Ræktarsemi aðstandenda við sína nánustu á hjúkrunarheimilunum er okkur mikils virði enda á hún sinn þátt í því að auka lífsgæði íbúanna og sporna gegn félagslegri einangrun. Að sama skapi eru væntingar aðstandenda til þjónustu hjúkrunarheimilanna jafn margvíslegar og aðstandendurnir eru margir. Þótt flestir séu ánægðir og þakklátir fyrir þjónustuna sem veitt er allan sólarhringinn árið um kring koma þau tilvik að sjálfsögðu upp þar sem ekki tekst að uppfylla væntingar, hversu vel sem reynt er. Aðstandendur glíma margir við mikla sorg og erfiðar tilfinningar þegar þeir horfa upp á andlega og líkamlega hrörnun sinna nánustu og persónan verður smám saman önnur en hún var. Við sem starfsfólk reynum að virða þessar tilfinningar í hvívetna með nærgætni í umönnun, skilningi og samtölum, ekki síst þegar dregur að lífslokum.Ekki fullkomin Það er gríðarlega mikilvægt að skjólstæðingar hjúkrunarheimila geti treyst því að persónuleg mál þeirra séu af okkar hálfu ekki í almennri umræðu. Við tökum heldur ekki þátt í opinberri umræðu um einstök og oft mjög viðkvæm mál, jafnvel þótt ósanngirni gæti eða beinlínis röngu máli hallað. Ástæðan er þagnarskyldan sem hvílir á okkur sem starfsfólki og henni lýkur ekki við andlát. Sjónarmið okkar heyrast því sjaldan enda þótt ávallt séu ýmsar hliðar á sérhverju máli. Óvægin umræða og stundum dómharka samfélagsins í kjölfar einhliða málflutnings tekur vissulega á starfsfólk, sérstaklega þá sem rækja starf sitt af hvað mestri trúmennsku. Hún getur líka tekið verulega á aðra íbúa og aðstandendur þeirra. Þar með er ekki sagt að við sem störfum að umönnun aldraðra séum hafin yfir gagnrýni. Við erum ekki fullkomin frekar en annað fólk. Þess vegna er það markmið okkar og ásetningur að hlusta vel á málefnalega gagnrýni og ekki síst góðar ábendingar um það sem betur megi fara og vera gagnrýnin á okkur sjálf. Við verðum jafnframt að vera óhrædd við að gera breytingar þegar þær benda til bættra lífsgæða íbúanna. Við þurfum líka að hafa kjark til að biðjast afsökunar verði okkur á mistök. Þjónusta við aldraða krefst fagmennsku, þolinmæði, hjartahlýju og einlægs áhuga á því að vera með öldruðum. Til að lágmarka fjölda neikvæðra tilvika hafa hjúkrunarheimilin innleitt í æ ríkara mæli reglulegar gæðamælingar og skýrar verklagsreglur sem þó taka breytingum í samræmi við reynslu og bestu rannsóknir á hverjum tíma á lífsgæðum aldraðra. Einnig má nefna að við á okkar vinnustað og víðar hefur á síðustu árum verið unnið náið með Embætti landlæknis í því skyni að draga úr frávikum, læra af mistökum og vinna að úrbótum, þar sem við á.Starfsfólkið er líka fólk Bæði höfum við undirrituð starfað í öldrunarþjónustu á annan áratug. Á okkar vinnustað starfa um 1.400 manns. Á landinu öllu má gera ráð fyrir að vel á fimmta þúsund manns starfi í heild á hjúkrunarheimilum, þar á meðal hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar, læknar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, íþróttakennarar, félagsráðgjafar, tómstunda- og félagsmálafræðingar, umönnunaraðilar, skrifstofufólk, matreiðslumenn og svona mætti lengi telja. Ásamt því að starfa á hjúkrunarheimili erum við mæður og feður, dætur og synir, systur og bræður, frænkur og frændur, vinir og kunningjar, rétt eins og raunin er með starfsfólk í öðrum atvinnugreinum. Okkar reynsla er sú að langflestir sem hafa helgað sig umönnun við aldraða ræki starf sitt af mikilli trúmennsku í því augnamiði að varðveita lífsgæði íbúa heimilanna og annarra sem sækja þangað daglega þjónustu. Við störfum með fjölda fólks sem við myndum hiklaust treysta fyrir eigin velferð og okkar nánustu ef svo bæri undir.Krefjandi starf Það er ekkert launungarmál að skert fjárframlög og stíf inntökuskilyrði hins opinbera, þar sem aðeins hinir allra veikustu fá heimild til búsetu á hjúkrunarheimili, hafa gert starfið meira krefjandi. Þrátt fyrir það erum við öll af vilja gerð til að gera ávallt okkar besta. Okkur þykja því sárar þær alhæfingar sem af og til birtast um slæma meðferð á öldruðum á Íslandi. Við fögnum hins vegar málefnalegri og uppbyggilegri umræðu og bendum öllum á að kynna sér starfsemina af eigin raun. Fyrsta skrefið í þeirri viðleitni gæti til dæmis verið heimsókn á Facebook-síður heimilanna eða heimasíður. Það yrði gaman að upplifa þann dag þegar landsmenn deildu í hundraða tali frétt um nýja dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun eða nýtt tímamótatæki í hreyfiþjálfun aldraðra. Við skulum ekki heldur ekki gleyma því að hrós, þakklæti og hvatning sem starfsfólk hjúkrunarheimila fær fá íbúum og ættingjum, gefur kraft og lífsgleði til að halda góðum starfi áfram þó stundum blási á móti.María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs HrafnistuheimilannaPétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stundum birtast á samfélagsmiðlum eða fjölmiðlum ófagrar lýsingar á þjónustu við aldraða, m.a. á hjúkrunarheimilum landsins. Oftar en ekki fjalla aðstandendur um upplifun sína af veikindum sinna nánustu og þeirri þjónustu sem veitt er. Það er eðlilegt og væri í raun óeðlilegt ef svo væri ekki í ljósi þess að á hjúkrunarheimilum landsins búa alls um þrjú þúsund manns hverju sinni sem eiga þúsundir náinna aðstandenda, ekki síst syni og dætur sem láta sér velferð foreldra sinna miklu varða. Ræktarsemi aðstandenda við sína nánustu á hjúkrunarheimilunum er okkur mikils virði enda á hún sinn þátt í því að auka lífsgæði íbúanna og sporna gegn félagslegri einangrun. Að sama skapi eru væntingar aðstandenda til þjónustu hjúkrunarheimilanna jafn margvíslegar og aðstandendurnir eru margir. Þótt flestir séu ánægðir og þakklátir fyrir þjónustuna sem veitt er allan sólarhringinn árið um kring koma þau tilvik að sjálfsögðu upp þar sem ekki tekst að uppfylla væntingar, hversu vel sem reynt er. Aðstandendur glíma margir við mikla sorg og erfiðar tilfinningar þegar þeir horfa upp á andlega og líkamlega hrörnun sinna nánustu og persónan verður smám saman önnur en hún var. Við sem starfsfólk reynum að virða þessar tilfinningar í hvívetna með nærgætni í umönnun, skilningi og samtölum, ekki síst þegar dregur að lífslokum.Ekki fullkomin Það er gríðarlega mikilvægt að skjólstæðingar hjúkrunarheimila geti treyst því að persónuleg mál þeirra séu af okkar hálfu ekki í almennri umræðu. Við tökum heldur ekki þátt í opinberri umræðu um einstök og oft mjög viðkvæm mál, jafnvel þótt ósanngirni gæti eða beinlínis röngu máli hallað. Ástæðan er þagnarskyldan sem hvílir á okkur sem starfsfólki og henni lýkur ekki við andlát. Sjónarmið okkar heyrast því sjaldan enda þótt ávallt séu ýmsar hliðar á sérhverju máli. Óvægin umræða og stundum dómharka samfélagsins í kjölfar einhliða málflutnings tekur vissulega á starfsfólk, sérstaklega þá sem rækja starf sitt af hvað mestri trúmennsku. Hún getur líka tekið verulega á aðra íbúa og aðstandendur þeirra. Þar með er ekki sagt að við sem störfum að umönnun aldraðra séum hafin yfir gagnrýni. Við erum ekki fullkomin frekar en annað fólk. Þess vegna er það markmið okkar og ásetningur að hlusta vel á málefnalega gagnrýni og ekki síst góðar ábendingar um það sem betur megi fara og vera gagnrýnin á okkur sjálf. Við verðum jafnframt að vera óhrædd við að gera breytingar þegar þær benda til bættra lífsgæða íbúanna. Við þurfum líka að hafa kjark til að biðjast afsökunar verði okkur á mistök. Þjónusta við aldraða krefst fagmennsku, þolinmæði, hjartahlýju og einlægs áhuga á því að vera með öldruðum. Til að lágmarka fjölda neikvæðra tilvika hafa hjúkrunarheimilin innleitt í æ ríkara mæli reglulegar gæðamælingar og skýrar verklagsreglur sem þó taka breytingum í samræmi við reynslu og bestu rannsóknir á hverjum tíma á lífsgæðum aldraðra. Einnig má nefna að við á okkar vinnustað og víðar hefur á síðustu árum verið unnið náið með Embætti landlæknis í því skyni að draga úr frávikum, læra af mistökum og vinna að úrbótum, þar sem við á.Starfsfólkið er líka fólk Bæði höfum við undirrituð starfað í öldrunarþjónustu á annan áratug. Á okkar vinnustað starfa um 1.400 manns. Á landinu öllu má gera ráð fyrir að vel á fimmta þúsund manns starfi í heild á hjúkrunarheimilum, þar á meðal hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar, læknar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, íþróttakennarar, félagsráðgjafar, tómstunda- og félagsmálafræðingar, umönnunaraðilar, skrifstofufólk, matreiðslumenn og svona mætti lengi telja. Ásamt því að starfa á hjúkrunarheimili erum við mæður og feður, dætur og synir, systur og bræður, frænkur og frændur, vinir og kunningjar, rétt eins og raunin er með starfsfólk í öðrum atvinnugreinum. Okkar reynsla er sú að langflestir sem hafa helgað sig umönnun við aldraða ræki starf sitt af mikilli trúmennsku í því augnamiði að varðveita lífsgæði íbúa heimilanna og annarra sem sækja þangað daglega þjónustu. Við störfum með fjölda fólks sem við myndum hiklaust treysta fyrir eigin velferð og okkar nánustu ef svo bæri undir.Krefjandi starf Það er ekkert launungarmál að skert fjárframlög og stíf inntökuskilyrði hins opinbera, þar sem aðeins hinir allra veikustu fá heimild til búsetu á hjúkrunarheimili, hafa gert starfið meira krefjandi. Þrátt fyrir það erum við öll af vilja gerð til að gera ávallt okkar besta. Okkur þykja því sárar þær alhæfingar sem af og til birtast um slæma meðferð á öldruðum á Íslandi. Við fögnum hins vegar málefnalegri og uppbyggilegri umræðu og bendum öllum á að kynna sér starfsemina af eigin raun. Fyrsta skrefið í þeirri viðleitni gæti til dæmis verið heimsókn á Facebook-síður heimilanna eða heimasíður. Það yrði gaman að upplifa þann dag þegar landsmenn deildu í hundraða tali frétt um nýja dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun eða nýtt tímamótatæki í hreyfiþjálfun aldraðra. Við skulum ekki heldur ekki gleyma því að hrós, þakklæti og hvatning sem starfsfólk hjúkrunarheimila fær fá íbúum og ættingjum, gefur kraft og lífsgleði til að halda góðum starfi áfram þó stundum blási á móti.María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs HrafnistuheimilannaPétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar