Á Siðanefnd Alþingis að álykta um einstaka mál kjörinna fulltrúa? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. maí 2019 09:08 Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. Um er að ræða ráðgefandi álit og hefur forsætisnefnd Alþingis síðasta orðið. Þetta hefur vakið upp ýmsar spurningar m.a. hvort siðanefnd á hinum pólitíska vettvangi ætti yfirhöfuð að vera til og ef hún er til hvert á þá hlutverk hennar að vera? Hlutverk þessarar nefndar sem hér um ræðir er m.a. að láta í ljós álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni, sbr. 5. gr. siðareglna fyrir alþingismenn. Siðanefnd á vettvangi stjórnmála - á hún að fjalla um einstaklingsmál? Siðanefndir starfsstétta hafa vissulega margar hverjar það hlutverk að leggja mat á framkomu, hegðun og atferli aðila í viðkomandi starfsstétt. En öðru máli hlýtur að gegna um siðanefndir á pólitískum vettvangi. Sé slík nefnd til ætti hennar hlutverk kannski aðallega að beinast að tillögugerð um endurskoðun siðareglna og framsetningu þeirra frekar en að fjalla um og álykta um einstaka kvörtunarmál þingmanns yfir öðrum þingmanni. Það er mín skoðun að álit siðanefndar um einstök mál kjörinna fulltrúa geti ekki verið trúverðugt og hafi í raun litla þýðingu. Álit er bara álit og siðareglur eru auðvitað engin lög og þótt einhver segi að brotnar hafa verið siðareglur hefur það engar afleiðingar. Ég tel að siðanefndarkerfi eins og er á Alþingi henti illa fyrir kjörna fulltrúa. Af hverju hentar siðanefnd illa fyrir kjörna fulltrúa? Þingmaður/kjörinn fulltrúi er ekki í sömu stöðu og sá sem ræður sig í vinnu samkvæmt samningi sem grundvallaður er á réttindum og skyldum starfsmanna. Stéttarfélög halda utan um kjara- og réttindamál. Stjórnmálamaður er kosinn af fólkinu. Hegðun hans og framkoma m.a. á hinum pólitíska vettvangi er á ábyrgð hans sjálfs. Sé talið að hann hafi sýnt af sér dónalega eða óviðeigandi framkomu gagnvart öðrum þingmanni eða starfsmanni eða brotið af sér samkvæmt siðareglum á hann það fyrst og fremst við samvisku sína, flokkinn sem stendur að baki honum og kjósendur sína. Margir hafa tjáð sig um þetta fyrirkomulag á Alþingi og sumir segja að það gangi ekki upp. Einhverjir sjá lausnina í því að „fjarlægja“ forsætisnefndina úr ferlinu en hún hefur síðasta orðið í málinu um hvort brotið hafi verið í bága við siðareglur eða ekki. Ég get ekki séð að fyrirkomulagið verði bættara við að „fjarlægja“ forsætisnefndina með síðasta orðið. Eftir sem áður stæði álit siðanefndar sem verður án efa alltaf umdeilt hver svo niðurstaðan er. Hvað varðar þetta einstaka mál sem hæst hefur borið síðustu daga er ekki gott að segja um hvað verður. En ef horft er til framtíðar finnst mér tvennt koma til greina er varðar Siðanefndina á Alþingi: 1. Að Siðanefnd Alþingis fjalli ekki um einstaklingsmál 2. Að Siðanefnd Alþingis verði lögð niður. Siða- og samstarfsreglur Á vettvangi stjórnmála, hvort heldur á Alþingi eða í borgarstjórn, tel ég að ekki eigi að vera nein siðanefnd. Deila má um hvort setja eigi kjörnum fulltrúum einhverjar sérstakar siðareglur. Siðareglur um afmarkað efni geta verið góðar en einna helst finnst mér skipta máli að setja skýrar samstarfsreglur. Leiðbeinandi siða- og samstarfsreglur geta gagnast vel í samfélagi eins og okkar þar sem flæði upplýsinga er gríðarlegt og samskipti einstaklinga margbrotin og flókin. Úrvinnsla: samtal, dómstólaleið eða bara ekki neitt? Eftir áratuga reynslu af úrvinnslu eineltismála á vinnustöðum þar sem einmitt réttindi, skyldur og jafnræði aðila máls hafa iðulega komið til álita tel ég að leiðir til lausna mála þar sem kvartað er yfir kjörnum fulltrúa séu kannski tvenns konar. Fyrri leiðin er samtalsleiðin. Komi upp tilvik þar sem talið er að þingmaður/kjörinn fulltrúi hafi sýnt af sér hrokafulla eða dónalega framkomu er „samtal“ milli aðila stundum vænleg leið til lausnar þ.e.a.s. ef það hugnast báðum aðilum að ræða saman um atvikið. Frumkvæði að slíku samtali getur verið hjá „geranda eða þolanda“. Gangi sú leið ekki t.d. vegna alvarleika málsins, í tilfellum þar sem um er að ræða meint lagabrot eða grun um misferli/glæp kjörins fulltrúa fer málið til þar til bærra yfirvalda til rannsóknar og til dómstóla eftir atvikum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. Um er að ræða ráðgefandi álit og hefur forsætisnefnd Alþingis síðasta orðið. Þetta hefur vakið upp ýmsar spurningar m.a. hvort siðanefnd á hinum pólitíska vettvangi ætti yfirhöfuð að vera til og ef hún er til hvert á þá hlutverk hennar að vera? Hlutverk þessarar nefndar sem hér um ræðir er m.a. að láta í ljós álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni, sbr. 5. gr. siðareglna fyrir alþingismenn. Siðanefnd á vettvangi stjórnmála - á hún að fjalla um einstaklingsmál? Siðanefndir starfsstétta hafa vissulega margar hverjar það hlutverk að leggja mat á framkomu, hegðun og atferli aðila í viðkomandi starfsstétt. En öðru máli hlýtur að gegna um siðanefndir á pólitískum vettvangi. Sé slík nefnd til ætti hennar hlutverk kannski aðallega að beinast að tillögugerð um endurskoðun siðareglna og framsetningu þeirra frekar en að fjalla um og álykta um einstaka kvörtunarmál þingmanns yfir öðrum þingmanni. Það er mín skoðun að álit siðanefndar um einstök mál kjörinna fulltrúa geti ekki verið trúverðugt og hafi í raun litla þýðingu. Álit er bara álit og siðareglur eru auðvitað engin lög og þótt einhver segi að brotnar hafa verið siðareglur hefur það engar afleiðingar. Ég tel að siðanefndarkerfi eins og er á Alþingi henti illa fyrir kjörna fulltrúa. Af hverju hentar siðanefnd illa fyrir kjörna fulltrúa? Þingmaður/kjörinn fulltrúi er ekki í sömu stöðu og sá sem ræður sig í vinnu samkvæmt samningi sem grundvallaður er á réttindum og skyldum starfsmanna. Stéttarfélög halda utan um kjara- og réttindamál. Stjórnmálamaður er kosinn af fólkinu. Hegðun hans og framkoma m.a. á hinum pólitíska vettvangi er á ábyrgð hans sjálfs. Sé talið að hann hafi sýnt af sér dónalega eða óviðeigandi framkomu gagnvart öðrum þingmanni eða starfsmanni eða brotið af sér samkvæmt siðareglum á hann það fyrst og fremst við samvisku sína, flokkinn sem stendur að baki honum og kjósendur sína. Margir hafa tjáð sig um þetta fyrirkomulag á Alþingi og sumir segja að það gangi ekki upp. Einhverjir sjá lausnina í því að „fjarlægja“ forsætisnefndina úr ferlinu en hún hefur síðasta orðið í málinu um hvort brotið hafi verið í bága við siðareglur eða ekki. Ég get ekki séð að fyrirkomulagið verði bættara við að „fjarlægja“ forsætisnefndina með síðasta orðið. Eftir sem áður stæði álit siðanefndar sem verður án efa alltaf umdeilt hver svo niðurstaðan er. Hvað varðar þetta einstaka mál sem hæst hefur borið síðustu daga er ekki gott að segja um hvað verður. En ef horft er til framtíðar finnst mér tvennt koma til greina er varðar Siðanefndina á Alþingi: 1. Að Siðanefnd Alþingis fjalli ekki um einstaklingsmál 2. Að Siðanefnd Alþingis verði lögð niður. Siða- og samstarfsreglur Á vettvangi stjórnmála, hvort heldur á Alþingi eða í borgarstjórn, tel ég að ekki eigi að vera nein siðanefnd. Deila má um hvort setja eigi kjörnum fulltrúum einhverjar sérstakar siðareglur. Siðareglur um afmarkað efni geta verið góðar en einna helst finnst mér skipta máli að setja skýrar samstarfsreglur. Leiðbeinandi siða- og samstarfsreglur geta gagnast vel í samfélagi eins og okkar þar sem flæði upplýsinga er gríðarlegt og samskipti einstaklinga margbrotin og flókin. Úrvinnsla: samtal, dómstólaleið eða bara ekki neitt? Eftir áratuga reynslu af úrvinnslu eineltismála á vinnustöðum þar sem einmitt réttindi, skyldur og jafnræði aðila máls hafa iðulega komið til álita tel ég að leiðir til lausna mála þar sem kvartað er yfir kjörnum fulltrúa séu kannski tvenns konar. Fyrri leiðin er samtalsleiðin. Komi upp tilvik þar sem talið er að þingmaður/kjörinn fulltrúi hafi sýnt af sér hrokafulla eða dónalega framkomu er „samtal“ milli aðila stundum vænleg leið til lausnar þ.e.a.s. ef það hugnast báðum aðilum að ræða saman um atvikið. Frumkvæði að slíku samtali getur verið hjá „geranda eða þolanda“. Gangi sú leið ekki t.d. vegna alvarleika málsins, í tilfellum þar sem um er að ræða meint lagabrot eða grun um misferli/glæp kjörins fulltrúa fer málið til þar til bærra yfirvalda til rannsóknar og til dómstóla eftir atvikum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun