Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Birgir Olgeirsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 8. ágúst 2019 13:36 Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara. Vísir/Sigurjón Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags Eldri borgara, segir það koma vel til greina að hluti stjórnar félagsins segi af sér vegna mistaka sem gerð voru við áætlun byggingar íbúða fyrir félagsmenn að Árskógum í Reykjavík. Í samtali við Vísi segist Sigríður skilja vel gremju þeirra kaupenda sem eru nú krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Byggingarnefndin gerði ekki ráð fyrir fjármagnskostnaði og vöxtum á því langa tímabili sem tók að reisa þessar íbúðir en upphaflega átti framkvæmdin að kosta 3,8 milljarða en fór fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Var því ákveðið að ganga á kaupendur þessara 68 íbúða og þeir beðnir um að fallast á að greiða milljónir til viðbótar ellegar yrði fallið frá kaupunum. Hefur Félag eldri borgara í Reykjavík fundað með hverjum kaupanda einslega en þegar þetta er ritað hefur verið rætt við um 30 kaupendur og hafa 20 til 25 þeirra fallist á skilmálanna að sögn Sigríðar. Aðrir hafa boðað að þeir ætli að höfða mál á hendur félagsins vegna þessa.Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína.Vísir/FriðrikSigríður segir kaupendum í sjálfsvald sett hvað þeir gera, hvort þeir fallist á skilmálanna, skili íbúðinni og fái endurgreitt eða höfði mál. Hún bendir þó á að þrátt fyrir þessa hækkun séu þeir sem kaupa íbúðirnar enn að fá þær á afar hagstæðu verði. Hún segir félagið ekki burðugt til að standa undir þessu fjártjóni eitt og sér, ef höfðað verði mál sé ekki mikið að sækja hjá félaginu sem er rekur sig á félagsgjöldum og á hluta í húsi þar sem það er með skrifstofur. Hefur því verið haldið fram að félagið fari í þrot verði höfðað mál gegn því. Sigríður segir stjórn félagsins hafa skipað byggingarnefnd og stjórnin sé auðvitað ábyrg fyrir því sem byggingarnefnd gerir. „Við erum ekkert að reyna að skorast undan þessari ábyrgð og erum mjög leið yfir þessu. Við skiljum kaupendur mjög vel.“Kemur til greina að hluti stjórnar segi af sér? „Mér finnst það alveg vera í myndinni, algjörlega,“ svarar Sigríður. Hún segir félagið afar leitt yfir þessari stöðu. „Þetta er bara ofboðslega leiðinlegt að þetta skyldi hafa gerst og því miður er þetta bara svona og við getum ekkert gert nema að krafsa okkur úr málinu.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags Eldri borgara, segir það koma vel til greina að hluti stjórnar félagsins segi af sér vegna mistaka sem gerð voru við áætlun byggingar íbúða fyrir félagsmenn að Árskógum í Reykjavík. Í samtali við Vísi segist Sigríður skilja vel gremju þeirra kaupenda sem eru nú krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Byggingarnefndin gerði ekki ráð fyrir fjármagnskostnaði og vöxtum á því langa tímabili sem tók að reisa þessar íbúðir en upphaflega átti framkvæmdin að kosta 3,8 milljarða en fór fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Var því ákveðið að ganga á kaupendur þessara 68 íbúða og þeir beðnir um að fallast á að greiða milljónir til viðbótar ellegar yrði fallið frá kaupunum. Hefur Félag eldri borgara í Reykjavík fundað með hverjum kaupanda einslega en þegar þetta er ritað hefur verið rætt við um 30 kaupendur og hafa 20 til 25 þeirra fallist á skilmálanna að sögn Sigríðar. Aðrir hafa boðað að þeir ætli að höfða mál á hendur félagsins vegna þessa.Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína.Vísir/FriðrikSigríður segir kaupendum í sjálfsvald sett hvað þeir gera, hvort þeir fallist á skilmálanna, skili íbúðinni og fái endurgreitt eða höfði mál. Hún bendir þó á að þrátt fyrir þessa hækkun séu þeir sem kaupa íbúðirnar enn að fá þær á afar hagstæðu verði. Hún segir félagið ekki burðugt til að standa undir þessu fjártjóni eitt og sér, ef höfðað verði mál sé ekki mikið að sækja hjá félaginu sem er rekur sig á félagsgjöldum og á hluta í húsi þar sem það er með skrifstofur. Hefur því verið haldið fram að félagið fari í þrot verði höfðað mál gegn því. Sigríður segir stjórn félagsins hafa skipað byggingarnefnd og stjórnin sé auðvitað ábyrg fyrir því sem byggingarnefnd gerir. „Við erum ekkert að reyna að skorast undan þessari ábyrgð og erum mjög leið yfir þessu. Við skiljum kaupendur mjög vel.“Kemur til greina að hluti stjórnar segi af sér? „Mér finnst það alveg vera í myndinni, algjörlega,“ svarar Sigríður. Hún segir félagið afar leitt yfir þessari stöðu. „Þetta er bara ofboðslega leiðinlegt að þetta skyldi hafa gerst og því miður er þetta bara svona og við getum ekkert gert nema að krafsa okkur úr málinu.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01
Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55