Mikkeller og Systur einnig lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 10:31 Hverfisgata 12 stendur við horn Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Á miðhæð var Systur að finna og Mikkeller & Friends á efri hæðum. Vísir/Stefán Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. Veitingastöðunum Dill, Systur og barnum Mikkeller & Friends hefur verið lokað, af óviðráðanlegum ástæðum að sögn aðstandenda.Fréttir gærdagsins af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega. Þá má ætla að hróður Dill hefði borist enn víðar innan tíðar, en staðnum átti að bregða fyrir í matreiðsluþáttum á Netflix. Eftir lokun Dill verður að teljast ólíklegt að af þeim áformum verði. Dill missti þó Michelin-stjörnu sína í upphafi árs.Tilkynning sem hangir á Hverfisgötu 12.Dill var til húsa á Hverfisgötu 12 en var innangengt af Ingólfsstræti, andspænis Gamla Bíói og hótelinu 101. Á horni Hverfisgötu var hina tvo veitingastaði hússins að finna, fyrrnefndan Mikkeler & Friends, sem sérhæfði sig í bjór, og Systir Restaurant sem dró nafn sitt af því að vera „systurveitingastaður“ Dills. Sá síðarnefndi opnaði í upphafi þessa árs og kom í stað hins svokallaða „Nafnlausa pizzustaðar.“ Sá var opnaður á vormánuðum ársins 2014 og vakti strax athygli, þá ekki síst fyrir nafnleysið sem vafðist fyrir mörgum. Dill, Mikkeller & Friends og Systir hefur nú öllum verið lokað sem fyrr segir. Ljóst er að lokun þeirra hefur borið brátt að enda birtu staðirnir síðast færslur á samfélagsmiðlum um verslunarmannahelgina. Þær bera ekki með sér að til stæði að loka stöðunum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, en án árangurs og ekki hafa því fengist nákvæm svör um hvers vegna ákveðið var að loka stöðunum þremur. Það má þó gera sér í hugarlund að fækkun ferðamanna, auk framkvæmda við Hverfisgötu hvar staðirnir standa, hafi vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar. Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. Veitingastöðunum Dill, Systur og barnum Mikkeller & Friends hefur verið lokað, af óviðráðanlegum ástæðum að sögn aðstandenda.Fréttir gærdagsins af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega. Þá má ætla að hróður Dill hefði borist enn víðar innan tíðar, en staðnum átti að bregða fyrir í matreiðsluþáttum á Netflix. Eftir lokun Dill verður að teljast ólíklegt að af þeim áformum verði. Dill missti þó Michelin-stjörnu sína í upphafi árs.Tilkynning sem hangir á Hverfisgötu 12.Dill var til húsa á Hverfisgötu 12 en var innangengt af Ingólfsstræti, andspænis Gamla Bíói og hótelinu 101. Á horni Hverfisgötu var hina tvo veitingastaði hússins að finna, fyrrnefndan Mikkeler & Friends, sem sérhæfði sig í bjór, og Systir Restaurant sem dró nafn sitt af því að vera „systurveitingastaður“ Dills. Sá síðarnefndi opnaði í upphafi þessa árs og kom í stað hins svokallaða „Nafnlausa pizzustaðar.“ Sá var opnaður á vormánuðum ársins 2014 og vakti strax athygli, þá ekki síst fyrir nafnleysið sem vafðist fyrir mörgum. Dill, Mikkeller & Friends og Systir hefur nú öllum verið lokað sem fyrr segir. Ljóst er að lokun þeirra hefur borið brátt að enda birtu staðirnir síðast færslur á samfélagsmiðlum um verslunarmannahelgina. Þær bera ekki með sér að til stæði að loka stöðunum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, en án árangurs og ekki hafa því fengist nákvæm svör um hvers vegna ákveðið var að loka stöðunum þremur. Það má þó gera sér í hugarlund að fækkun ferðamanna, auk framkvæmda við Hverfisgötu hvar staðirnir standa, hafi vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar. Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00
Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58