Hjaltalín vaknar af dvala Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 12. júlí 2019 07:00 Högni segir titil plötunnar tengjast eftirför úlfa en heiti hennar verður opinberað síðar. Fréttablaðið/Valli Hljómsveitin Hjaltalín er að vakna af dvala og gefur úr nýtt lag í dag, en það heitir Love from 99. Högni Egilsson, annar söngvara sveitarinnar, segir lagið vera um æskuástir. Hljómsveitin stendur einnig fyrir tónleikum í Hörpu þann 7. september, en þeir verða stærstu tónleikar sveitarinnar til þessa og öllu verður tjaldað til. Síðasta plata sveitarinnar, Enter 4, kom út 2012. Högni segir ferlið við gerð þeirrar plötu hafa tekið á tilfinningalega, persónulega og tónlistarlega. Í kjölfarið lagðist hljómsveitin tímabundið í dvala á meðan meðlimirnir sinntu öðrum verkefnum. „Við erum smá að púsla bandinu aftur saman. Við höfum þannig tengingu okkar á milli að það var alltaf ljóst að við myndum spila aftur saman. Okkur líður eins og fjölskyldu og erum tengd slíkum tryggðaböndum að það var aldrei vafamál að við myndum taka upp þráðinn að nýju. Ég var fyrst mikið að spila með GusGus og að gera mitt sólóverkefni og hinir meðlimirnir líka með nóg á sinni könnu,“ segir Högni. Hann segir að þau séu í raun að koma með efnið upp á yfirborðið því nýja platan hefur verið fimm ár í vinnslu með hléum. „Þessa plötu unnum við í lotum og komum saman öðru hvoru. Platan er nokkuð löng miðað við hvað gengur og gerist í dag, heil 15 lög. Þetta voru í heildina margir klukkutímar af upptökum.Guðmundur Óskar, Sigríður og Viktor í stúdíóinu að vinna að gerð nýju plötunnar. Hún kemur út á næstu misserum.Einar Óskar SigurðssonHögni segir það algengara í dag að tónlistarfólk gefi út eitt lag í einu, líkt og að það haldi að fólki hafi mögulega ekki næga athygli fyrir heila plötu. „Það viðhorf finnst mér hálfgerð synd. Að nálgast tónlist á þann hátt frekar en að geta skapað í það form sem hún kallar á. Það er ekki gott fyrir tónlistarmann að þurfa að upplifa sig sem einhvers konar vöru, eins og list sé neysla. List er ekki neysla. Listin er það sem við trúum á, vísbending að sálinni. Við erum ekki að búa til vöru, við erum að búa til sögu,“ segir Högni Nýja platan kemur út á geisladisk og vínyl. „Ég lít einhvern veginn á plötu sem heila hugsun. Platan spannar ákveðið tímabil hjá okkur sem skapandi einstaklingum. Eitthvað sem við búum til í sameiningu og útkoman sýnir svo dýnamíkina. Tónlistin er afsprengi okkar sambands sem manneskja. Tónarnir eru andrúmsloftið okkar.“Lagið Love from 99 kemur út á öllum helstu steymisveitum í dag.Högni segir hljómsveitina kynna til leiks ákveðinn heim á nýju plötunni en mikil leynd hvílir yfir heiti hennar. „Titillinn á eftir að koma. Hann sveimar þarna einhvers staðar fyrir ofan, en einhverra hluta vegna finnst okkur eins og það séu úlfar í eftirför, vitum ekki af hverju en þeir fylgja okkur.” Högni segir nýja lagið gleðilegt og þeirra poppaðasta til þessa. „Það fjallar um strák sem horfir til baka til æskuástar og minnist táningsdrauma. En þetta er fyrst og fremst lag til að hlusta á og drekka ódýrt Chardonnay á meðan,“ segir Högni að lokum. Nýja lagið, Love from 99, er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Miða á tónleikana í Hörpu er svo hægt að nálgast á harpa.is/hjaltalin. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Hjaltalín er að vakna af dvala og gefur úr nýtt lag í dag, en það heitir Love from 99. Högni Egilsson, annar söngvara sveitarinnar, segir lagið vera um æskuástir. Hljómsveitin stendur einnig fyrir tónleikum í Hörpu þann 7. september, en þeir verða stærstu tónleikar sveitarinnar til þessa og öllu verður tjaldað til. Síðasta plata sveitarinnar, Enter 4, kom út 2012. Högni segir ferlið við gerð þeirrar plötu hafa tekið á tilfinningalega, persónulega og tónlistarlega. Í kjölfarið lagðist hljómsveitin tímabundið í dvala á meðan meðlimirnir sinntu öðrum verkefnum. „Við erum smá að púsla bandinu aftur saman. Við höfum þannig tengingu okkar á milli að það var alltaf ljóst að við myndum spila aftur saman. Okkur líður eins og fjölskyldu og erum tengd slíkum tryggðaböndum að það var aldrei vafamál að við myndum taka upp þráðinn að nýju. Ég var fyrst mikið að spila með GusGus og að gera mitt sólóverkefni og hinir meðlimirnir líka með nóg á sinni könnu,“ segir Högni. Hann segir að þau séu í raun að koma með efnið upp á yfirborðið því nýja platan hefur verið fimm ár í vinnslu með hléum. „Þessa plötu unnum við í lotum og komum saman öðru hvoru. Platan er nokkuð löng miðað við hvað gengur og gerist í dag, heil 15 lög. Þetta voru í heildina margir klukkutímar af upptökum.Guðmundur Óskar, Sigríður og Viktor í stúdíóinu að vinna að gerð nýju plötunnar. Hún kemur út á næstu misserum.Einar Óskar SigurðssonHögni segir það algengara í dag að tónlistarfólk gefi út eitt lag í einu, líkt og að það haldi að fólki hafi mögulega ekki næga athygli fyrir heila plötu. „Það viðhorf finnst mér hálfgerð synd. Að nálgast tónlist á þann hátt frekar en að geta skapað í það form sem hún kallar á. Það er ekki gott fyrir tónlistarmann að þurfa að upplifa sig sem einhvers konar vöru, eins og list sé neysla. List er ekki neysla. Listin er það sem við trúum á, vísbending að sálinni. Við erum ekki að búa til vöru, við erum að búa til sögu,“ segir Högni Nýja platan kemur út á geisladisk og vínyl. „Ég lít einhvern veginn á plötu sem heila hugsun. Platan spannar ákveðið tímabil hjá okkur sem skapandi einstaklingum. Eitthvað sem við búum til í sameiningu og útkoman sýnir svo dýnamíkina. Tónlistin er afsprengi okkar sambands sem manneskja. Tónarnir eru andrúmsloftið okkar.“Lagið Love from 99 kemur út á öllum helstu steymisveitum í dag.Högni segir hljómsveitina kynna til leiks ákveðinn heim á nýju plötunni en mikil leynd hvílir yfir heiti hennar. „Titillinn á eftir að koma. Hann sveimar þarna einhvers staðar fyrir ofan, en einhverra hluta vegna finnst okkur eins og það séu úlfar í eftirför, vitum ekki af hverju en þeir fylgja okkur.” Högni segir nýja lagið gleðilegt og þeirra poppaðasta til þessa. „Það fjallar um strák sem horfir til baka til æskuástar og minnist táningsdrauma. En þetta er fyrst og fremst lag til að hlusta á og drekka ódýrt Chardonnay á meðan,“ segir Högni að lokum. Nýja lagið, Love from 99, er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Miða á tónleikana í Hörpu er svo hægt að nálgast á harpa.is/hjaltalin.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira