Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2019 09:00 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vill vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar. Vísir/Vilhelm Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi. „Það var forstöðumaður ríkisstofnunar sem breytti samsetningu heildarlauna hjá tilteknum starfsmönnum, þetta var ekki spurning um fjárhæðina heildarlaunanna heldur hvernig þau eru sett saman,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu.Rúv greindi frá því um miðjan október að tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hafi verið boðinn samningur sem tryggi þeim betri kjör. Meðal þess sem felist í samkomulaginu sé að fimmtíu yfirvinnustundir færist inn í föst mánaðarlaun þeirra starfsmanna sem um ræðir en með því aukist lífeyrisréttindi þeirra sem greiði iðgjöld í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.Sjá einnig: Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóraÍ fyrirspurn Ólafs sem dreift var á Alþingi í síðustu viku er óskað eftir svörum fjármála- og efnahagsráðherra við því hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna í B-deild LSR, á borð við þá sem ríkislögreglustjóri er sagður hafa samið um, leiði til hækkunar lífeyris þeirra starfsmanna sem í hlut eiga. Fyrirspurn Ólafs er í sex liðum en hann vill meðal annars fá svör við því hvort að ráðherra telji forstöðumenn ríkisstofnana eigi að geta lagt frjálst mat á það hverjir af starfsmönnum ríkisins fái notið aukinna lífeyrisréttinda. „Það kemur sem sagt fram að þetta muni hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur og þar með er spurningin þessi; hvaða heimildir hafa forstöðumenn ríkisstofnanna til þess að taka ákvarðanir sem að leiða af sér nýjar skuldbindingar, fjárhagslegar skuldbindingar, fyrir stofnun eins og Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna?“ segir Ólafur. Hann vilji vita hvaða heimildir forstöðumenn á borð við ríkislögreglustjóra hafi í þessum efnum og forstöðumenn hvaða ríkisstofnanna hafi slíkar heimildir. „Ég er ekki með neinar slíkar tilgátur,“ segir Ólafur, spurður hvort hann telji að þarna kunni eitthvað ekki að standast lög. „Ég bara vænti þess að fá góð og greið svör við þessum spurningum,“ bætir hann við. „Ég ítreka það að þetta er eitt af því sem að er lykilþáttur í starfsemi Alþingis, alþingismanna, að hafa virkt eftirlitshlutverk með ákvörðunum á vettvangi framkvæmdavaldsins.“ Alþingi Kjaramál Lögreglan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi. „Það var forstöðumaður ríkisstofnunar sem breytti samsetningu heildarlauna hjá tilteknum starfsmönnum, þetta var ekki spurning um fjárhæðina heildarlaunanna heldur hvernig þau eru sett saman,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu.Rúv greindi frá því um miðjan október að tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hafi verið boðinn samningur sem tryggi þeim betri kjör. Meðal þess sem felist í samkomulaginu sé að fimmtíu yfirvinnustundir færist inn í föst mánaðarlaun þeirra starfsmanna sem um ræðir en með því aukist lífeyrisréttindi þeirra sem greiði iðgjöld í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.Sjá einnig: Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóraÍ fyrirspurn Ólafs sem dreift var á Alþingi í síðustu viku er óskað eftir svörum fjármála- og efnahagsráðherra við því hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna í B-deild LSR, á borð við þá sem ríkislögreglustjóri er sagður hafa samið um, leiði til hækkunar lífeyris þeirra starfsmanna sem í hlut eiga. Fyrirspurn Ólafs er í sex liðum en hann vill meðal annars fá svör við því hvort að ráðherra telji forstöðumenn ríkisstofnana eigi að geta lagt frjálst mat á það hverjir af starfsmönnum ríkisins fái notið aukinna lífeyrisréttinda. „Það kemur sem sagt fram að þetta muni hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur og þar með er spurningin þessi; hvaða heimildir hafa forstöðumenn ríkisstofnanna til þess að taka ákvarðanir sem að leiða af sér nýjar skuldbindingar, fjárhagslegar skuldbindingar, fyrir stofnun eins og Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna?“ segir Ólafur. Hann vilji vita hvaða heimildir forstöðumenn á borð við ríkislögreglustjóra hafi í þessum efnum og forstöðumenn hvaða ríkisstofnanna hafi slíkar heimildir. „Ég er ekki með neinar slíkar tilgátur,“ segir Ólafur, spurður hvort hann telji að þarna kunni eitthvað ekki að standast lög. „Ég bara vænti þess að fá góð og greið svör við þessum spurningum,“ bætir hann við. „Ég ítreka það að þetta er eitt af því sem að er lykilþáttur í starfsemi Alþingis, alþingismanna, að hafa virkt eftirlitshlutverk með ákvörðunum á vettvangi framkvæmdavaldsins.“
Alþingi Kjaramál Lögreglan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira