Sex lík hafa fundist úr lofti Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2019 13:33 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. EPA/ARHT Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt. Einn lést vegna brunasára í nótt og eru 31 á sjúkrahúsi. Þar af eru einhverjir alvarlega særðir. Átta til viðbótar er þó enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Mögulegt er að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem fluttu fólk út í Hvítu eyjuna svokölluðu, eða Whakaari, verði ákærð fyrir manndráp. Lögreglan tilkynnti í nótt að glæparannsókn yrði hafin en dró það til baka. 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. Vitað er, samkvæmt New Zealand Herald, að 24 voru frá Ástralíu, níu frá Bandaríkjunum, fimm frá Nýja-Sjálandi, fjórir frá Þýskalandi, tveir frá Kína og einn frá Malasíu. Af þessum 47 komu 38 til eyjunnar með skemmtiferðaskipinu Ovation of the Seas.Einhverjir virðast hafa farið til eyjunnar með þyrlu, sem er þar enn. Enn er of hættulegt fyrir björgunaraðila að fara á land en eftirlitsflug vísar til þess að enginn sé lifandi þar. Samkvæmt TVNZ hafa sex lík fundist úr lofti en enn er leitað að tveimur til viðbótar. Þrátt fyrir það hefur þeim ekki verið bætt við staðfesta tölu látinna.Eyjan öll er hulin ösku og eiturgufum. ABC News í Ástralíu ræddu við sérfræðing um Whakaari og eldgosið. Einn leiðsögumaður hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann sneri aftur til eyjunnar eftir að eldgosið hófst og bjargaði þaðan um tuttugu manns. Yfirmaður leiðsögumannsins ræddi við TVNZ og frá því hvernig leiðsögumaðurinn, sem heitir Paul Kingi, sagði honum frá atvikinu.Kingi fór á slöngubát til eyjunnar og að eldfjallinu og fylgdi fólki aftur um borð í bátinn. Að endingu var Kingi orðinn áhyggjusamur um eigið öryggi, og þá sérstaklega vegna þess hve erfitt var orðið að anda á eyjunni, þegar hann sá einn mann til viðbótar. Sá lá undir nokkurra sentímetra þykkri ösku en Kingi tókst að sækja hann og koma honum um borð í bátinn. Flugmenn fjögurra björgunarþyrla hafa sömuleiðis verið hylltir sem hetjur en þeim tókst að bjarga fólki úr lofti, þrátt fyrir gífurlega erfiðar aðstæður. Einn þeirra ræddi við fjölmiðla og sagði aðstæður hafa verið í líkindum við það sem hann sá í Chernobyl þáttum HBO. Allt hafi verið þakið ösku. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13 Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt. Einn lést vegna brunasára í nótt og eru 31 á sjúkrahúsi. Þar af eru einhverjir alvarlega særðir. Átta til viðbótar er þó enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Mögulegt er að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem fluttu fólk út í Hvítu eyjuna svokölluðu, eða Whakaari, verði ákærð fyrir manndráp. Lögreglan tilkynnti í nótt að glæparannsókn yrði hafin en dró það til baka. 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. Vitað er, samkvæmt New Zealand Herald, að 24 voru frá Ástralíu, níu frá Bandaríkjunum, fimm frá Nýja-Sjálandi, fjórir frá Þýskalandi, tveir frá Kína og einn frá Malasíu. Af þessum 47 komu 38 til eyjunnar með skemmtiferðaskipinu Ovation of the Seas.Einhverjir virðast hafa farið til eyjunnar með þyrlu, sem er þar enn. Enn er of hættulegt fyrir björgunaraðila að fara á land en eftirlitsflug vísar til þess að enginn sé lifandi þar. Samkvæmt TVNZ hafa sex lík fundist úr lofti en enn er leitað að tveimur til viðbótar. Þrátt fyrir það hefur þeim ekki verið bætt við staðfesta tölu látinna.Eyjan öll er hulin ösku og eiturgufum. ABC News í Ástralíu ræddu við sérfræðing um Whakaari og eldgosið. Einn leiðsögumaður hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann sneri aftur til eyjunnar eftir að eldgosið hófst og bjargaði þaðan um tuttugu manns. Yfirmaður leiðsögumannsins ræddi við TVNZ og frá því hvernig leiðsögumaðurinn, sem heitir Paul Kingi, sagði honum frá atvikinu.Kingi fór á slöngubát til eyjunnar og að eldfjallinu og fylgdi fólki aftur um borð í bátinn. Að endingu var Kingi orðinn áhyggjusamur um eigið öryggi, og þá sérstaklega vegna þess hve erfitt var orðið að anda á eyjunni, þegar hann sá einn mann til viðbótar. Sá lá undir nokkurra sentímetra þykkri ösku en Kingi tókst að sækja hann og koma honum um borð í bátinn. Flugmenn fjögurra björgunarþyrla hafa sömuleiðis verið hylltir sem hetjur en þeim tókst að bjarga fólki úr lofti, þrátt fyrir gífurlega erfiðar aðstæður. Einn þeirra ræddi við fjölmiðla og sagði aðstæður hafa verið í líkindum við það sem hann sá í Chernobyl þáttum HBO. Allt hafi verið þakið ösku.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13 Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25
Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13
Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59