Norðmaðurinn ætlar að enda Meistaradeildarvonir Liverpool í kvöld með bros á vör Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 09:30 Erling Braut Håland hefur raðað inn mörkum á tímabilinu. Getty/David Geieregger Norðmaðurinn Erling Braut Håland hefur skotist á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í Meistaradeildinni á þessu tímabili og leikmenn Liverpool þurfa heldur betur að passa sig á honum í kvöld. Erling Braut Håland og félagar í austurríska liðinu Red Bull Salzburg geta nefnilega sent Liverpool niður í Evrópudeildina með sigri í leik liðanna sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.55 í dag. Leikmenn Red Bull Salzburg líta á sætið í sextán liða úrslitum sem bónus því liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni sem var markmið liðsins. Salzburg hotshot Erling Haaland has warned Liverpool he’s ready to end their Champions League hopes... and will do it with a smile on his facehttps://t.co/yi5UGj7twupic.twitter.com/LDj50uyugM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 9, 2019 Erling Braut Håland hefur skorað í öllum fimm Meistaradeildarleikjum sínum í vetur og samtals átta mörk. Hann skoraði eitt mark í fyrri leiknum á móti Liverpool sem enska liðið vann 4-3 á Anfield. Nú er Erling Braut Håland hins vegar á heimavelli þar sem hann hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Við höfum engu að tapa í þessum leik. Við förum því út á völlinn til þess að njóta þess að spila þennan leik,“ sagði Erling Braut Håland á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta verður stærsti fótboltaleikurinn á minni ævi og ég hlakka til að spila hann. Ég er að upplifa drauminn minn og það er einmitt svona leikir sem fyrirfinnast í draumum manns,“ sagði Håland. Erling Håland hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu og meðal annars bæði Manchester United og Liverpool. Hann lætir slíka umræðu ekki trufla sig en hann hefur skorað 28 mörk í 21 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Ég einbeiti mér bara að því að skila minni vinnu og njóta hvers dags fyrir sig. Þetta snýst um að hafa gaman að hverju augnabliki og núna er öll mín einbeiting á Salzburg liðið,“ sagði Håland. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Norðmaðurinn Erling Braut Håland hefur skotist á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í Meistaradeildinni á þessu tímabili og leikmenn Liverpool þurfa heldur betur að passa sig á honum í kvöld. Erling Braut Håland og félagar í austurríska liðinu Red Bull Salzburg geta nefnilega sent Liverpool niður í Evrópudeildina með sigri í leik liðanna sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.55 í dag. Leikmenn Red Bull Salzburg líta á sætið í sextán liða úrslitum sem bónus því liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni sem var markmið liðsins. Salzburg hotshot Erling Haaland has warned Liverpool he’s ready to end their Champions League hopes... and will do it with a smile on his facehttps://t.co/yi5UGj7twupic.twitter.com/LDj50uyugM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 9, 2019 Erling Braut Håland hefur skorað í öllum fimm Meistaradeildarleikjum sínum í vetur og samtals átta mörk. Hann skoraði eitt mark í fyrri leiknum á móti Liverpool sem enska liðið vann 4-3 á Anfield. Nú er Erling Braut Håland hins vegar á heimavelli þar sem hann hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Við höfum engu að tapa í þessum leik. Við förum því út á völlinn til þess að njóta þess að spila þennan leik,“ sagði Erling Braut Håland á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta verður stærsti fótboltaleikurinn á minni ævi og ég hlakka til að spila hann. Ég er að upplifa drauminn minn og það er einmitt svona leikir sem fyrirfinnast í draumum manns,“ sagði Håland. Erling Håland hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu og meðal annars bæði Manchester United og Liverpool. Hann lætir slíka umræðu ekki trufla sig en hann hefur skorað 28 mörk í 21 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Ég einbeiti mér bara að því að skila minni vinnu og njóta hvers dags fyrir sig. Þetta snýst um að hafa gaman að hverju augnabliki og núna er öll mín einbeiting á Salzburg liðið,“ sagði Håland.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira