Steinunn Ólína sækir um stöðu útvarpsstjóra Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 09:06 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vill verða næsti útvarpsstjóri. Facebook/Vilhelm Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur gert kunnugt að hún hafi sóst eftir að verða næsti útvarpsstjóri. Steinunn greindi frá þessu í grein sem ber titilinn „Við höfum öllu að tapa“, og hún birti á Facebook í gærkvöldi. Í færslunni ræðir hún meðal annars um sýn sína á RÚV, hlutverk og stöðu einkarekinna fjölmiðla, auglýsingamarkaðinn og formann Sjálfstæðisflokksins. Í lok færslunnar segist Steinunn að hún gengist fús við því að ætla sér að sækja um stöðu útvarpsstjóra „vegna þess að mér þykir vænt um Ríkisútvarpið og trúi staðfastlega á mikilvægi þess og læt engan segja mér annað.“ Segist hún ekki eiga neina vildarmenn í ráðandi ríkisstjórn, þekki engan stjórnarmann Ríkisútvarpsins persónulega og hafi bókstaflega engu að tapa. Nýr útvarpsstjóri mun brátt taka við stöðunni eftir að Magnús Geir Þórðarson var nýverið skipaður næsti þjóðleikhússtjóri. Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rann úr 2. desember, en var svo framlengdur um viku. Áður hefur mikið verið rætt um ákvörðun stjórnar RÚV að birta ekki lista yfir umsækjendur um embættið.Sjá einnig:Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Steinunn ræðir í færslunni nokkuð um stöðu RÚV í samfélaginu og nefnir að þrátt fyrir að Ríkisútvarpið eigi að vera fjölmiðill allra landsmanna sé það ekki svo í allra augum. „Fólk ætti samt að staldra við þegar ráðamenn og háværar raddir slá því fram að tilvist Ríkisútvarpsins sé úrelt, að útvarpsgjaldið ætti ekki að innheimta og að stofnunin ætti ekki að njóta tekna af auglýsingum,“ segir Steinunn. Einnig ræðir hún fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega í því samhengi. Hún segir frumvarpið vera tilraun til að skapa sanngjarnara umhverfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem halda úti ólíkum sjónarmiðum og séu lýðræðinu lífsnauðsyn. „Að fjármálaráðherra [Bjarni Benediktsson] samþykki frumvarp Lilju menntamálaráðherra með fyrirvara um endurskoðun á auglýsingastöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði segir okkur tvennt; að hann óttast að fjölmiðlar aðrir en þeir sem eru honum þóknanlegir – sjálfstæðir fjölmiðlar eða Ríkisútvarpið – fái vald til að flytja okkur fréttir af hlutlægni þar sem okkar hagsmunir eru í fyrirrúmi. Hinsvegar bendir þetta til þess að hann sé veraldlega sinnaður gaukur sem skilur ekki mikilvægi menningarverðmæta sem ekki er hægt að kaupa og selja. Bjarni Benediktsson vill ekki bara stjórna ríkisbókhaldinu, heldur upplýsingunni allri. Þessu eigum við að hafna, burt séð frá því hvort okkur finnst Bjarni gúddí gaur eða ekki. Réttara væri að klæða hann í aðsniðinn samfesting sem heftir afskipti hans af Íslandssögunni eins og hún er og verður vonandi varðveitt áfram í fjölþættri dagskrárgerð Ríkisútvarpsins,“ segir Steinunn Ólína í færslunni. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur gert kunnugt að hún hafi sóst eftir að verða næsti útvarpsstjóri. Steinunn greindi frá þessu í grein sem ber titilinn „Við höfum öllu að tapa“, og hún birti á Facebook í gærkvöldi. Í færslunni ræðir hún meðal annars um sýn sína á RÚV, hlutverk og stöðu einkarekinna fjölmiðla, auglýsingamarkaðinn og formann Sjálfstæðisflokksins. Í lok færslunnar segist Steinunn að hún gengist fús við því að ætla sér að sækja um stöðu útvarpsstjóra „vegna þess að mér þykir vænt um Ríkisútvarpið og trúi staðfastlega á mikilvægi þess og læt engan segja mér annað.“ Segist hún ekki eiga neina vildarmenn í ráðandi ríkisstjórn, þekki engan stjórnarmann Ríkisútvarpsins persónulega og hafi bókstaflega engu að tapa. Nýr útvarpsstjóri mun brátt taka við stöðunni eftir að Magnús Geir Þórðarson var nýverið skipaður næsti þjóðleikhússtjóri. Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rann úr 2. desember, en var svo framlengdur um viku. Áður hefur mikið verið rætt um ákvörðun stjórnar RÚV að birta ekki lista yfir umsækjendur um embættið.Sjá einnig:Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Steinunn ræðir í færslunni nokkuð um stöðu RÚV í samfélaginu og nefnir að þrátt fyrir að Ríkisútvarpið eigi að vera fjölmiðill allra landsmanna sé það ekki svo í allra augum. „Fólk ætti samt að staldra við þegar ráðamenn og háværar raddir slá því fram að tilvist Ríkisútvarpsins sé úrelt, að útvarpsgjaldið ætti ekki að innheimta og að stofnunin ætti ekki að njóta tekna af auglýsingum,“ segir Steinunn. Einnig ræðir hún fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega í því samhengi. Hún segir frumvarpið vera tilraun til að skapa sanngjarnara umhverfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem halda úti ólíkum sjónarmiðum og séu lýðræðinu lífsnauðsyn. „Að fjármálaráðherra [Bjarni Benediktsson] samþykki frumvarp Lilju menntamálaráðherra með fyrirvara um endurskoðun á auglýsingastöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði segir okkur tvennt; að hann óttast að fjölmiðlar aðrir en þeir sem eru honum þóknanlegir – sjálfstæðir fjölmiðlar eða Ríkisútvarpið – fái vald til að flytja okkur fréttir af hlutlægni þar sem okkar hagsmunir eru í fyrirrúmi. Hinsvegar bendir þetta til þess að hann sé veraldlega sinnaður gaukur sem skilur ekki mikilvægi menningarverðmæta sem ekki er hægt að kaupa og selja. Bjarni Benediktsson vill ekki bara stjórna ríkisbókhaldinu, heldur upplýsingunni allri. Þessu eigum við að hafna, burt séð frá því hvort okkur finnst Bjarni gúddí gaur eða ekki. Réttara væri að klæða hann í aðsniðinn samfesting sem heftir afskipti hans af Íslandssögunni eins og hún er og verður vonandi varðveitt áfram í fjölþættri dagskrárgerð Ríkisútvarpsins,“ segir Steinunn Ólína í færslunni.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42
Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30