Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2019 08:55 Heimsókn Trump í Japan hófst á golfhring með Abe forsætisráðherra. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn og aftur tekið upp hanskann fyrir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Lýsir hann nýjustu eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna sem „litlum vopnum“ og lofar þá fyrir að gera lítið úr Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og líklegum andstæðingi Trump í forsetakosningum næsta árs. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fordæmdi nýlegar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu og sagði þær brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump virtist vísa þeim áhyggjum á bug í tísti sem hann sendi frá sér skömmu eftir að hann kom í opinbera heimsókn til Japans. Gestgjafi hans, Shinzo Abe, forsætisráðherra, hafði einnig lýst áhyggjum af vopnabrölti Norður-Kóreumanna í síðustu viku, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Norður-Kórea skaut nokkrum litlum vopnum, sem hafa valdið einhverju af fólkinu mínu áhyggjum, en ekki mér. Ég hef trú á því að Kim formaður muni halda loforð sitt til mín,“ tísti Bandaríkjaforseti.North Korea fired off some small weapons, which disturbed some of my people, and others, but not me. I have confidence that Chairman Kim will keep his promise to me, & also smiled when he called Swampman Joe Biden a low IQ individual, & worse. Perhaps that's sending me a signal?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2019 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti kemur leiðtoga Norður-Kóreu til varnar eða eys hann lofi. Trump hefur ítrekað lýst Kim sem afburðaskörpum leiðtoga. Á fundi þeirra í Singapúr í fyrra sagði Trump að norðurkóreska þjóðin elskaði Kim. Fyrr á þessu ári fríaði Trump Kim ábyrgð á meðferðinni á Otto Warmbier, bandarískum námsmanni, sem var fangelsaður í Norður-Kóreu. Warmbier lést skömmu eftir að honum var sleppt og leyft að fara til Bandaríkjanna en hann var þá í dái vegna alvarlegs heilaskaða sem hann hafði orðið fyrir í haldi stjórnvalda í Pjongjang. „Ég trúi ekki að hann [Kim] hefði leyft þessu að gerast. Það var ekki í hans hag. Þessi fangelsi eru erfið, erfiðir staðir og slæmir hlutir gerast. En ég trúi því í rauninni ekki að hann, ég trúi ekki að hann hafi vitað af því,“ sagði Trump á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Kim í Víetnam þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða Warmbier. Í tísti sínu í dag lýsti Bandaríkjaforseti einnig ánægju með að norðurkóresk stjórnvöld hefðu látið fúkyrðum rigna yfir Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden er talinn líklegur til sigurs í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. „Ég brosti líka þegar hann kallaði mýrarmanninn Joe Biden einstakling með lága greindarvísitölu, og verra. Kannski er það að senda mér skilaboð?“ tísti Trump en í upphaflegri útgáfu þess stafsetti forsetinn ættarnafn Biden rangt. Ekki er ljóst hvað hann átti við með skilaboðin sem Kim gæti verið að senda honum. Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn og aftur tekið upp hanskann fyrir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Lýsir hann nýjustu eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna sem „litlum vopnum“ og lofar þá fyrir að gera lítið úr Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og líklegum andstæðingi Trump í forsetakosningum næsta árs. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fordæmdi nýlegar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu og sagði þær brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump virtist vísa þeim áhyggjum á bug í tísti sem hann sendi frá sér skömmu eftir að hann kom í opinbera heimsókn til Japans. Gestgjafi hans, Shinzo Abe, forsætisráðherra, hafði einnig lýst áhyggjum af vopnabrölti Norður-Kóreumanna í síðustu viku, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Norður-Kórea skaut nokkrum litlum vopnum, sem hafa valdið einhverju af fólkinu mínu áhyggjum, en ekki mér. Ég hef trú á því að Kim formaður muni halda loforð sitt til mín,“ tísti Bandaríkjaforseti.North Korea fired off some small weapons, which disturbed some of my people, and others, but not me. I have confidence that Chairman Kim will keep his promise to me, & also smiled when he called Swampman Joe Biden a low IQ individual, & worse. Perhaps that's sending me a signal?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2019 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti kemur leiðtoga Norður-Kóreu til varnar eða eys hann lofi. Trump hefur ítrekað lýst Kim sem afburðaskörpum leiðtoga. Á fundi þeirra í Singapúr í fyrra sagði Trump að norðurkóreska þjóðin elskaði Kim. Fyrr á þessu ári fríaði Trump Kim ábyrgð á meðferðinni á Otto Warmbier, bandarískum námsmanni, sem var fangelsaður í Norður-Kóreu. Warmbier lést skömmu eftir að honum var sleppt og leyft að fara til Bandaríkjanna en hann var þá í dái vegna alvarlegs heilaskaða sem hann hafði orðið fyrir í haldi stjórnvalda í Pjongjang. „Ég trúi ekki að hann [Kim] hefði leyft þessu að gerast. Það var ekki í hans hag. Þessi fangelsi eru erfið, erfiðir staðir og slæmir hlutir gerast. En ég trúi því í rauninni ekki að hann, ég trúi ekki að hann hafi vitað af því,“ sagði Trump á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Kim í Víetnam þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða Warmbier. Í tísti sínu í dag lýsti Bandaríkjaforseti einnig ánægju með að norðurkóresk stjórnvöld hefðu látið fúkyrðum rigna yfir Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden er talinn líklegur til sigurs í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. „Ég brosti líka þegar hann kallaði mýrarmanninn Joe Biden einstakling með lága greindarvísitölu, og verra. Kannski er það að senda mér skilaboð?“ tísti Trump en í upphaflegri útgáfu þess stafsetti forsetinn ættarnafn Biden rangt. Ekki er ljóst hvað hann átti við með skilaboðin sem Kim gæti verið að senda honum.
Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30
Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04