Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2019 22:32 Katrín Jakobsdóttir í settinu hjá Chistiane Amanpour á CNN. Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. Viðtalið var tekið í vikunni þegar Katrín var í opinberri heimsókn á Bretlandseyjum. Amanpour „braut ísinn“, eins og hún orðaði það sjálf, í byrjun viðtalsins þegar hún spurði Katrínu út í föðurnafnið hennar, Jakobsdóttir. Katrín útskýrði fyrir Amanpour að þetta þýddi að hún væri dóttir Jakobs og bætti við að henni þætti þessi hefð, að kenna börn við foreldra sína með þessum hætti, falleg. Á meðal þess sem Amanpour ræddi við Katrínu voru jafnréttismál. Spurði hún forsætisráðherra til dæmis út í það hvernig stæði á því að Ísland væri á meðal þeirra landa í Evrópu þar sem flestar nauðganir væru tilkynntar miðað við höfðatölu. „Ég held að á Íslandi, eins og í öðrum löndum, þá höfum við ekki talað mjög mikið um kynbundið ofbeldi. Það er ekki alltaf mælt í úttektum á kynjajafnrétti svo það var kannski áfall fyrir marga þegar MeToo-bylgjan kom til Íslands að sjá allar þessar konur stíga fram og segja sína sögu,“ svaraði Katrín. Þá spurði Amanpour Katrínu einnig út í það hvers vegna Íslendingar losa mest af koltvísýringi á mann af öllum ríkjum Evrópu. Katrín svaraði því til að Íslendingum hefði tekist vel til á sumum sviðum umhverfismála. „Við notum rafmagn því við búum yfir endurnýjanlegri orku og við hitum húsin okkar með jarðvarma. En það sem við höfum notað endurnýjanlegu orkuna okkar í er aðalmálið. Við erum með mikið af álverum, það er hægt að segja að álframleiðsla sé ein af þremur undirstöðum íslensks efnahagslífs, og þar sjáum við mestu losunina og svo í fluginu einnig,“ sagði Katrín. Í samhengi við umhverfismálin spurði Amanpour svo Katrínu einnig út í mikla fjölgun ferðamanna hér á landi og hvaða áhrif það hefði á innviðina og umhverfi landsins. Katrín rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem vakti heimsathygli, eins og flestum er í fersku minni, og sagði það hafa komið Íslandi á kortið. „En við verðum að vera heiðarleg með það að við byggðum innviðina ekki jafnhratt upp og ferðamönnum fjölgaði. Það er staðreynd. Það sem við sjáum hins vegar núna er mun meiri áhersla á sjálfbæra ferðamennsku,“ sagði Katrín. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi MeToo Umhverfismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. Viðtalið var tekið í vikunni þegar Katrín var í opinberri heimsókn á Bretlandseyjum. Amanpour „braut ísinn“, eins og hún orðaði það sjálf, í byrjun viðtalsins þegar hún spurði Katrínu út í föðurnafnið hennar, Jakobsdóttir. Katrín útskýrði fyrir Amanpour að þetta þýddi að hún væri dóttir Jakobs og bætti við að henni þætti þessi hefð, að kenna börn við foreldra sína með þessum hætti, falleg. Á meðal þess sem Amanpour ræddi við Katrínu voru jafnréttismál. Spurði hún forsætisráðherra til dæmis út í það hvernig stæði á því að Ísland væri á meðal þeirra landa í Evrópu þar sem flestar nauðganir væru tilkynntar miðað við höfðatölu. „Ég held að á Íslandi, eins og í öðrum löndum, þá höfum við ekki talað mjög mikið um kynbundið ofbeldi. Það er ekki alltaf mælt í úttektum á kynjajafnrétti svo það var kannski áfall fyrir marga þegar MeToo-bylgjan kom til Íslands að sjá allar þessar konur stíga fram og segja sína sögu,“ svaraði Katrín. Þá spurði Amanpour Katrínu einnig út í það hvers vegna Íslendingar losa mest af koltvísýringi á mann af öllum ríkjum Evrópu. Katrín svaraði því til að Íslendingum hefði tekist vel til á sumum sviðum umhverfismála. „Við notum rafmagn því við búum yfir endurnýjanlegri orku og við hitum húsin okkar með jarðvarma. En það sem við höfum notað endurnýjanlegu orkuna okkar í er aðalmálið. Við erum með mikið af álverum, það er hægt að segja að álframleiðsla sé ein af þremur undirstöðum íslensks efnahagslífs, og þar sjáum við mestu losunina og svo í fluginu einnig,“ sagði Katrín. Í samhengi við umhverfismálin spurði Amanpour svo Katrínu einnig út í mikla fjölgun ferðamanna hér á landi og hvaða áhrif það hefði á innviðina og umhverfi landsins. Katrín rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem vakti heimsathygli, eins og flestum er í fersku minni, og sagði það hafa komið Íslandi á kortið. „En við verðum að vera heiðarleg með það að við byggðum innviðina ekki jafnhratt upp og ferðamönnum fjölgaði. Það er staðreynd. Það sem við sjáum hins vegar núna er mun meiri áhersla á sjálfbæra ferðamennsku,“ sagði Katrín. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi MeToo Umhverfismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira