Viðskiptaráðsmönnum úthýst úr umræðuhóp Orkunnar okkar Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 18:16 Frosti Sigurjónsson (t.v.) segir alla velkomna í hópinn, en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnari D. Ólafssyni var í dag rekinn úr umræðuhópnum vegna umsagnar Viðskiptaráðs. Samsett Lögfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Gunnari Dofra Ólafssyni var í dag úthýst úr Facebook-hópnum Orkan okkar. Gunnar Dofri greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að tilefni útilokunarinnar virðist vera færsla Gunnars í hópnum sem fjallaði um umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Gunnar segir að færslunni hafi verið eytt þar sem að efni hennar eigi ekki samleið með „þeirri síbylju rangfærslna sem knýja vél þessa umræðuhóps“ Í færslunni segir Gunnar að í hópnum sé gagnrýni byggð á staðreyndum sé útilokuð og að hann sé sakaður um lygar af meðlimum hópsins. „Þeir sem hafa aðra sögu að segja en hópslínuna geta bara rætt það einhversstaðar annarsstaðar, eða flutt til Brussel,“ skrifar Gunnar. Gunnar Dofri er ekki eini starfsmaður Viðskiptaráðs í þessari stöðu en Ísaki Einari Rúnarssyni, sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, hefur líka verið úthýst af hópnum Orkan okkar af sömu sökum. Ísak greinir frá því á Facebook-síðu sinni að brottrekstrarsök hans hafi einnig verið umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn talsmanna Orkunnar okkar og einn stjórnenda umræðuhópsins, sagði í svari við færslu Gunnars að allir væru velkomnir í hópinn Orkan okkar: Umræðuhópur, sem sé hópur þeirra sem eru á móti orkupakkanum. Hópurinn væri vettvangur fyrir baráttu gegn innleiðingu og væru allir velkomnir en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnar birtir einnig með færslunni mynd af ummælum við færsluna sem ónafngreindur aðili skrifar undir nafni Orkunnar okkar. Þar líkir Orkan okkar stuðningsmönnum sínum við skriðu sem muni ekki stoppa með nokkru móti. 7001 meðlimur er nú skráður í hópinn Orkan Okkar: Umræðuhópur á Facebook en hópurinn var stofnaður 11. október á síðasta ári. Í lýsingu hópsins segir: „Allir velkomnir í þennan hóp sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að hafna innleiðingu þriðja orkulagabálks ESB hér á landi.“Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Lögfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Gunnari Dofra Ólafssyni var í dag úthýst úr Facebook-hópnum Orkan okkar. Gunnar Dofri greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að tilefni útilokunarinnar virðist vera færsla Gunnars í hópnum sem fjallaði um umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Gunnar segir að færslunni hafi verið eytt þar sem að efni hennar eigi ekki samleið með „þeirri síbylju rangfærslna sem knýja vél þessa umræðuhóps“ Í færslunni segir Gunnar að í hópnum sé gagnrýni byggð á staðreyndum sé útilokuð og að hann sé sakaður um lygar af meðlimum hópsins. „Þeir sem hafa aðra sögu að segja en hópslínuna geta bara rætt það einhversstaðar annarsstaðar, eða flutt til Brussel,“ skrifar Gunnar. Gunnar Dofri er ekki eini starfsmaður Viðskiptaráðs í þessari stöðu en Ísaki Einari Rúnarssyni, sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, hefur líka verið úthýst af hópnum Orkan okkar af sömu sökum. Ísak greinir frá því á Facebook-síðu sinni að brottrekstrarsök hans hafi einnig verið umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn talsmanna Orkunnar okkar og einn stjórnenda umræðuhópsins, sagði í svari við færslu Gunnars að allir væru velkomnir í hópinn Orkan okkar: Umræðuhópur, sem sé hópur þeirra sem eru á móti orkupakkanum. Hópurinn væri vettvangur fyrir baráttu gegn innleiðingu og væru allir velkomnir en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnar birtir einnig með færslunni mynd af ummælum við færsluna sem ónafngreindur aðili skrifar undir nafni Orkunnar okkar. Þar líkir Orkan okkar stuðningsmönnum sínum við skriðu sem muni ekki stoppa með nokkru móti. 7001 meðlimur er nú skráður í hópinn Orkan Okkar: Umræðuhópur á Facebook en hópurinn var stofnaður 11. október á síðasta ári. Í lýsingu hópsins segir: „Allir velkomnir í þennan hóp sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að hafna innleiðingu þriðja orkulagabálks ESB hér á landi.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira