Sport

Alonso komst ekki inn á Indy 500

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fernando Alonso
Fernando Alonso vísir/getty
Fernando Alonso mistókst að tryggja sér sæti í Indianapolis 500, betur þekkt sem Indy 500, kappakstrinum í tímatökum í dag.

Alonso varð tvisvar heimsmeistari í Formúlu 1 en honum tókst ekki að komast inn á Indy 500, sem er stærsti kappakstur Bandaríkjanna.

Hann varð fjórði í baráttu sex ökuþóra um síðustu þrjú sætin í kappakstrinum og kemst því ekki í lokakappaksturinn.

Úrslit dagsins eru súr fyrir Alonso sem hætti í Formúlunni til þess að einbeita sér að því að vinna Indy 500.

„Við erum mjög vonsvikin að komast ekki inn á kappaksturinn. Þetta var erfið vika fyrir liðið og okkur þykir leitt að stuðningsmenn fái ekki að sjá okkur í brautinni næsta sunnudag,“ sagði í tilkynningu McLaren.

Alonso hefur einu sinni reynt við Indy 500 áður, það var árið 2017 og þá leiddi hann í 27 hringi. Svo bilaði vélin í bíl hans og hann náði ekki að klára.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×