Innlent

Utanríkismálanefnd hefur fengið gögn um samskipti Guðlaugs Þórs við bandaríska ráðamenn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar óskaði eftir gögnunum.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar óskaði eftir gögnunum. Vísir/vilhelm
Utanríkismálanefnd fékk í morgun afhent gögn yfir alla fundi milli utanríkisráðherra Íslands og ráðherra Bandaríkjastjórnar frá 1. janúar 2018. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar hafði óskað eftir upplýsingum um fundina og efni þeirra í síðustu viku og fékk nefndin gögnin á pappírsformi í dag.

Logi sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að beiðnin hafi verið lögð fram fram í ljósi þess í hvaða farveg samskipti Bandaríkjaforseta við önnur ríki væru komin og vísaði þar sérstaklega til samskipta Donalds Trump og forseta Úkraínu. Beiðnin beindist ekki aðeins að fundum utanríkisráðherra með bandarískum ráðherrum heldur einnig með öðrum embættismönnum.

„Við fengum hana afhenta á pappír áðan og fáum það væntanlega rafrænt núna seinna í dag. Eina sem ég get sagt er að þetta eru margir fundir og við ýmsa aðila og það eru þarna innan um alveg áhugaverðir fundir en það bara tekur tíma að fara yfir það,“ segir Logi í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×