Segir verð á blómum á Íslandi allt of hátt í skjóli himinhárra tolla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2019 13:36 Eigendur tuttugu og fimm blómaverslana og félag atvinnurekenda á Íslandi skora á stjórnvöld að afnema tolla á blómum. Vísir/getty Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra til að ræða um niðurfellingu tolla á blómum. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kerfið, í núverandi mynd, vera meingallað og úr sér gengið. Blómasalar séu að sligast undan háum tollum. Í morgun sendi félag atvinnurekenda ásamt eigendum tuttugu og fimm blómaverslana hér álandi áskorun á stjórnvöld um að fella niður tolla á blómum. „Við viljum fjalla um hvernig eru lagðir allt of háir tollar á innflutt blóm sem veldur alls konar óhagræði og skekkir samkeppni og kannski síðast en ekki síst veldur því að verð á blómum á Íslandi er allt of hátt í skjóli þessara háu tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að Túlípanabúnt hér á Íslandi geti kostað allt upp undir þrjú þúsund krónur á meðan það kosti í kringum þúsund krónur í löndunum í kringum okkur. „Það er verið að leggja mjög háa tolla á alls konar tegundir bæði af afskornum blómum og pottablómum sem eru bara ekkert ræktaðar hér á landi. EF einhvern tímann hefur verið tilgangurinn að vernda innlenda framleiðslu með þessu þá er hann í mörgum tilvikum ekki til staðar.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir núverandi kerfi vera úr sér gengið.Ólafur segir að tollurinn verði til þess að ódýrari blóm eru ekki flutt inn. „Af því að stykkjatollurinn margfaldar verðið á þeim. Tökum bara Fresíur sem dæmi sem voru eitt sinn vinsæl blóm á Íslandi en svo lagðist ræktun á þeim hér innanlands af og af því að þær eru ekki dýrar í innkaupum þá finnst engum forsvaranlegt að flytja inn Fresíur sem kostar tuttugu kall stykkið og tollurinn á hana er rúmlega hundrað krónur. Þá er innkaupsverðið orðið sexfalt jafnvel áður en blómabúðin fær sína álagningu. Þannig að þetta þýðir það að sumar vörur fást bara alls ekki hérna. Það sem er flutt inn er frekar dýrari vörur eða lúxusvörur heldur en hagstæðari vara fyrir neytendur og svo þýðir tollverndin auðvitað að innlendir framleiðendur geta haldið uppi verðinu á sinni vöru og hafa ekki þá samkeppni sem þeir þurfa að hafa til að keppa í verði.“Eru blómasalar að sligast undan þessum tollum?„Já, fólk segir bara að þetta sé alveg fráleitt rekstrarumhverfi. Innlenda framleiðslan, jafnvel í þeim tegundum sem verið er að rækta hér á landi þá annar innlenda framleiðslan oft ekki eftirspurninni,“ segir Ólafur og bætir við. „Að okkar mati er þetta kerfi allt saman orðið meingallað og úr sér gengið.“ Garðyrkja Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra til að ræða um niðurfellingu tolla á blómum. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kerfið, í núverandi mynd, vera meingallað og úr sér gengið. Blómasalar séu að sligast undan háum tollum. Í morgun sendi félag atvinnurekenda ásamt eigendum tuttugu og fimm blómaverslana hér álandi áskorun á stjórnvöld um að fella niður tolla á blómum. „Við viljum fjalla um hvernig eru lagðir allt of háir tollar á innflutt blóm sem veldur alls konar óhagræði og skekkir samkeppni og kannski síðast en ekki síst veldur því að verð á blómum á Íslandi er allt of hátt í skjóli þessara háu tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að Túlípanabúnt hér á Íslandi geti kostað allt upp undir þrjú þúsund krónur á meðan það kosti í kringum þúsund krónur í löndunum í kringum okkur. „Það er verið að leggja mjög háa tolla á alls konar tegundir bæði af afskornum blómum og pottablómum sem eru bara ekkert ræktaðar hér á landi. EF einhvern tímann hefur verið tilgangurinn að vernda innlenda framleiðslu með þessu þá er hann í mörgum tilvikum ekki til staðar.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir núverandi kerfi vera úr sér gengið.Ólafur segir að tollurinn verði til þess að ódýrari blóm eru ekki flutt inn. „Af því að stykkjatollurinn margfaldar verðið á þeim. Tökum bara Fresíur sem dæmi sem voru eitt sinn vinsæl blóm á Íslandi en svo lagðist ræktun á þeim hér innanlands af og af því að þær eru ekki dýrar í innkaupum þá finnst engum forsvaranlegt að flytja inn Fresíur sem kostar tuttugu kall stykkið og tollurinn á hana er rúmlega hundrað krónur. Þá er innkaupsverðið orðið sexfalt jafnvel áður en blómabúðin fær sína álagningu. Þannig að þetta þýðir það að sumar vörur fást bara alls ekki hérna. Það sem er flutt inn er frekar dýrari vörur eða lúxusvörur heldur en hagstæðari vara fyrir neytendur og svo þýðir tollverndin auðvitað að innlendir framleiðendur geta haldið uppi verðinu á sinni vöru og hafa ekki þá samkeppni sem þeir þurfa að hafa til að keppa í verði.“Eru blómasalar að sligast undan þessum tollum?„Já, fólk segir bara að þetta sé alveg fráleitt rekstrarumhverfi. Innlenda framleiðslan, jafnvel í þeim tegundum sem verið er að rækta hér á landi þá annar innlenda framleiðslan oft ekki eftirspurninni,“ segir Ólafur og bætir við. „Að okkar mati er þetta kerfi allt saman orðið meingallað og úr sér gengið.“
Garðyrkja Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira