Innlent

Nýir stjórn­endur taka við á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Ófremdarástand hefur ríkt á Reykjalundi að mati starfsmanna.
Ófremdarástand hefur ríkt á Reykjalundi að mati starfsmanna. vísir/vilhelm
Nýr forstjóri og nýr framkvæmdastjóri lækninga taka við stjórnartaumunum á Reykjalundi á morgun. Ráðning forstjóra er einungis tímabundin eða þar til nýr forstjóri verður ráðinn. Til stendur að auglýsa stöðuna á næstu dögum.

Morgunblaðið segir frá þessu í dag en boðað hefur verið til starfsmannafundar í hádeginu á morgun.

Birgi Gunnarssyni forstjóra Reykjalundar var sagt upp 30. september og var þeirri uppsögn fylgt eftir með uppsögn Magnúsar Ólasonar, framkvæmdastjóra lækninga á miðvikudag. Mikil óánægja hefur verið með ákvörðun stjórnarinnar meðal starfsfólks á Reykjalundi.

Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS og starfandi forstjóri Reykjalundar, sagði fyrir helgi að búið sé að ráða manneskju í stað Magnúsar sem sé mjög hæf.


Tengdar fréttir

Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga

Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×