Fokheldur menningarsalur á Selfossi í 33 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. mars 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem skoðaði ófullgerða menningarsalinn á Selfossi nýlega með forsvarsmönnum Árborgar og Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni Vinstri grænna. Magnús Hlynur Hreiðrasson. Ófullgerður Menningarsalur Suðurlands á Selfossi er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands, segir forsætisráðherra en salurinn hefur staðið fokheldur í þrjátíu og þrjú ár. Ráðherra er bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast í málefnum salarins. Það er ótrúlegt en dagsatt en menningarsalurinn hefur staðið svona hrár og ófullgerður í 33 ár, eða frá 1986 í Hótel Selfossi. Salurinn tekur um 300 manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Bæjarfulltrúar í Árborg hafa fengið þingmenn og ráðherra í heimsóknir síðustu misseri til að sína þeim salinn í þeirri von að eitthvað fari að gerast í málinu. Gert er ráð fyrir að það kosti 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið stand og er þá vonast eftir myndarlegu framlagi frá ríkinu til verksins, auk framlags frá Árborg. Katrín Jakobsdóttir, skoðaði menningarsalinn nýlega í fyrsta skipti með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. „Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði. Ég hef auðvitað heyrt um þennan menningarsal í töluvert mörg ár en það er dálítið gaman að koma og fá að sjá hann. Ég hafði ekki áttað mig á því að hann væri hér eiginlega inn á hótelinu en ég hafði heldur ekki áttað mig á því hvað það eru mikil tækifæri, sem felast í þessu rými,“ segir Katrín. Það er talið að það geti kostað um 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið ástand þannig að sómi sé af.Magnús Hlynur Katrín var spurð hvort hún væri með peninga á sér þegar hún heimsótti salinn. „Nei, ég er aldrei með neina peninga í vasanum en ég er nokkuð viss um það í ljósi þess hvað margir þingmenn og ráðherrar hafa komið hingað að undanförnu að það eru allir mjög meðvitaðir um þetta mál.“ Katrín segist ekki geta lofað því að salurinn komist í gagnið með stuðningi ríkisvaldsins en hún lofar því að skoða málið vel með menntamálaráðherra og þær skoði hvaða leiðir séu færar. Árborg Menning Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Ófullgerður Menningarsalur Suðurlands á Selfossi er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands, segir forsætisráðherra en salurinn hefur staðið fokheldur í þrjátíu og þrjú ár. Ráðherra er bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast í málefnum salarins. Það er ótrúlegt en dagsatt en menningarsalurinn hefur staðið svona hrár og ófullgerður í 33 ár, eða frá 1986 í Hótel Selfossi. Salurinn tekur um 300 manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Bæjarfulltrúar í Árborg hafa fengið þingmenn og ráðherra í heimsóknir síðustu misseri til að sína þeim salinn í þeirri von að eitthvað fari að gerast í málinu. Gert er ráð fyrir að það kosti 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið stand og er þá vonast eftir myndarlegu framlagi frá ríkinu til verksins, auk framlags frá Árborg. Katrín Jakobsdóttir, skoðaði menningarsalinn nýlega í fyrsta skipti með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. „Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði. Ég hef auðvitað heyrt um þennan menningarsal í töluvert mörg ár en það er dálítið gaman að koma og fá að sjá hann. Ég hafði ekki áttað mig á því að hann væri hér eiginlega inn á hótelinu en ég hafði heldur ekki áttað mig á því hvað það eru mikil tækifæri, sem felast í þessu rými,“ segir Katrín. Það er talið að það geti kostað um 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið ástand þannig að sómi sé af.Magnús Hlynur Katrín var spurð hvort hún væri með peninga á sér þegar hún heimsótti salinn. „Nei, ég er aldrei með neina peninga í vasanum en ég er nokkuð viss um það í ljósi þess hvað margir þingmenn og ráðherrar hafa komið hingað að undanförnu að það eru allir mjög meðvitaðir um þetta mál.“ Katrín segist ekki geta lofað því að salurinn komist í gagnið með stuðningi ríkisvaldsins en hún lofar því að skoða málið vel með menntamálaráðherra og þær skoði hvaða leiðir séu færar.
Árborg Menning Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira