Íslenski boltinn

Stjarnan burstaði Magna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðjón og Guðmundur Steinn voru báðir á skotskónum fyrir Stjörnuna
Guðjón og Guðmundur Steinn voru báðir á skotskónum fyrir Stjörnuna vísir/daníel
Stjarnan valtaði yfir Magna í Lengjubikar karla og Grindvíkingar sóttu sigur gegn Leikni.

Hilmar Árni Halldórsson kom heimamönnum yfir eftir um hálftíma leik og var staðan 1-0 fyrir Stjörnunni í hálfleik.

Guðjón Baldvinsson tvöfaldaði forystuna eftir klukkutíma og stuttu seinna opnuðust flóðgáttirnar.

Nimo Gribenco skoraði þriðja mark Stjörnunnar og Þorsteinn Már Ragnarsson bætti við áður en Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði tvö mörk á sex mínútna kafla.

Stjarnan fór því með öruggan 6-0 sigur.

Í Egilshöllinni mættust Leiknir Reykjavík og Grindavík.

Grindvíkingar skoruðu tvö mörk á tíu mínútna kafla þegar líða fór á fyrri hálfleik og var staðan 2-0 í hálfleiknum.

Leiknir náði að koma til baka og minnka muninn á 65. mínútu en stuttu seinna skoruðu Grindvíkingar þriðja markið og tóku stigin þrjú.

Grindavík og Stjarnan eru því með sex stig eftir þrjár umferðir í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×