Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Ari Brynjólfsson skrifar 2. mars 2019 07:15 Húsið á Geirsgötu 11 hefur staðið nær ónotað síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Það er ekki hægt að byggja eingöngu hótel á Geirsgötu 11, hótel þarf að vera hluti af stærri uppbyggingu til að tryggja að það skerði ekki gæði miðborgarinnar. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni er Berjaya Land Berhad, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Kaupverðið nemur tæplega 1.670 milljónum króna. Berjaya Land Berhad tók það fram í tilkynningu að kaupin á Geirsgötu 11 gæfu félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á hótel í miðborginni. Gistirými mega ekki fara yfir 23 prósent af starfsemi í Kvosinni. Það deiliskipulag nær ekki yfir Geirsgötu og er því enginn kvóti á því svæði. „Það er ekkert deiliskipulag þarna, það þýðir að engar heimildir eru fyrir uppbyggingu á Geirsgötu 11. Þeir þyrftu þá að koma með tillögu sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu,“ segir Sigurborg. „Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög takmarkað hvað er hægt að gera. Það er aldrei hægt að reisa bara hótel . Ef það á að fara að byggja hótel þá má það ekki skerða gæði byggðarinnar í kring og miðborgarinnar. Það þarf þá að vera hluti af einhverri uppbyggingu.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, átti eignina og hefur á undanförnum árum leitað eftir því að rífa húsið og byggja á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Í fyrra var lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem átti að tengja svæðið við Kvosina ásamt því að halda hafnarstarfseminni gangandi. Alls var gert ráð fyrir 27 þúsund fermetra húsnæði. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í tillöguna þar sem um of mikið byggingarmagn væri að ræða. Rætt hefur verið um að of mikið framboð sé á dýrum íbúðum í borginni, Sigurborg vildi ekki tjá sig um möguleikann á slíku. „Það er spurning hvað menn sjá fyrir sér, það hefur engin tillaga komið til okkar um þetta,“ segir Sigurborg. „Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda fjölbreytileika og mannlífi í miðborginni. Það hefur tekist að snúa við þeirri óheillaþróun að íbúum í miðborginni var að fækka. Það er bein afleiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til árið 2017, til þess að stemma stigu við uppbyggingu hótela og gistihúsnæðis í miðborginni.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Það er ekki hægt að byggja eingöngu hótel á Geirsgötu 11, hótel þarf að vera hluti af stærri uppbyggingu til að tryggja að það skerði ekki gæði miðborgarinnar. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni er Berjaya Land Berhad, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Kaupverðið nemur tæplega 1.670 milljónum króna. Berjaya Land Berhad tók það fram í tilkynningu að kaupin á Geirsgötu 11 gæfu félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á hótel í miðborginni. Gistirými mega ekki fara yfir 23 prósent af starfsemi í Kvosinni. Það deiliskipulag nær ekki yfir Geirsgötu og er því enginn kvóti á því svæði. „Það er ekkert deiliskipulag þarna, það þýðir að engar heimildir eru fyrir uppbyggingu á Geirsgötu 11. Þeir þyrftu þá að koma með tillögu sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu,“ segir Sigurborg. „Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög takmarkað hvað er hægt að gera. Það er aldrei hægt að reisa bara hótel . Ef það á að fara að byggja hótel þá má það ekki skerða gæði byggðarinnar í kring og miðborgarinnar. Það þarf þá að vera hluti af einhverri uppbyggingu.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, átti eignina og hefur á undanförnum árum leitað eftir því að rífa húsið og byggja á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Í fyrra var lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem átti að tengja svæðið við Kvosina ásamt því að halda hafnarstarfseminni gangandi. Alls var gert ráð fyrir 27 þúsund fermetra húsnæði. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í tillöguna þar sem um of mikið byggingarmagn væri að ræða. Rætt hefur verið um að of mikið framboð sé á dýrum íbúðum í borginni, Sigurborg vildi ekki tjá sig um möguleikann á slíku. „Það er spurning hvað menn sjá fyrir sér, það hefur engin tillaga komið til okkar um þetta,“ segir Sigurborg. „Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda fjölbreytileika og mannlífi í miðborginni. Það hefur tekist að snúa við þeirri óheillaþróun að íbúum í miðborginni var að fækka. Það er bein afleiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til árið 2017, til þess að stemma stigu við uppbyggingu hótela og gistihúsnæðis í miðborginni.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira