Innlent

Skriðan í Hítardal er féll í fyrra á að heita Skriðan

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skriðan og Bakkavatn í Hítardal urðu til í fyrra.
Skriðan og Bakkavatn í Hítardal urðu til í fyrra. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Berghlaupið mikla sem gekk fram í Hítardal í júlí í fyrra á að heita Skriðan samkvæmt tillögu örnefnanefndar. Þá hefur nefndin samþykkt að vatn sem myndaðist við Skriðuna ofanverða verði nefnt Bakkavatn.

„Nafnið Skriðan hefur verið notað af heimamönnum um hríð. Eins og fram kemur í bréfi sveitarstjóra er nafnið „lýsandi fyrir atburðinn, þjált í munni og málfræðilega rétt“ en auk þess er nafnið lýsandi fyrir náttúrufyrirbrigðið sjálft,“ segir í umsögn örnefnanefndar.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt nöfnin tvö og fara þau nú til mennta- og menningarmálaráðuneytisins til endanlegrar staðfestingar.




Tengdar fréttir

Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag

Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×