Algengt að taka sér frí fyrir háskólanám Ari Brynjólfsson skrifar 2. mars 2019 11:00 Þórunn Hilda Jónasdóttir stóð í ströngu í gær við að undirbúa Háskóladaginn í HR. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Í dag, laugardag, kynna sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ frá kl. 12 til 16. Þar geta gestir og gangandi kynnt sér námsframboðið ásamt því að spjalla við nemendur og starfsfólk skólanna um allt sem viðkemur náminu. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðssviðs Háskólans á Akureyri, segir að skólinn hafi varla undan að taka við nemendum. „Við erum svo gott sem full.“ Hún skynjar meiri áhuga stúdenta á hjúkrunarfræði og sálfræði, þar að auki sé allt fullt í lögreglunámið. HA býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að nemendur þurfa ekki að mæta í skólann heldur geta sinnt því að mestu leyti heima, hvar sem er. Katrín segir skólann ítreka það við nemendur að háskólanám sé krefjandi og í raun full vinna. „Við reynum að impra á þessu við nemendur okkar, en eins og í samfélaginu öllu, það er mikill hraði og mikil krafa að margir nemar eru bara búnir á því á þriðja ári,“ segir Katrín. Sömu sögu er að heyra hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar á bæ er stöðug fjölgun á öllum námsbrautum, flestir eru á leið í tölvunarfræði. HR hefur lagt mikið upp úr því að jafna hlut kynjanna í tæknigreinum og hefur það gengið vel, eru konur nú um þriðjungur nemenda í tölvunarfræði. Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, segir að margir fari beint í háskólanám eftir stúdent en jafn margir taki sér ársfrí, ferðist eða nýti pásuárið til þess að undirbúa sig sérstaklega fyrir LHÍ. „Það er jöfn ásókn á langflestar námsbrautir LHÍ en stærsta deildin er hönnunar- og arkitektúrdeild. Við sjáum sveiflur í vinsældum einstaka námsbrauta svo sem í fatahönnun og vöruhönnun,“ segir Ilmur. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í dag, laugardag, kynna sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ frá kl. 12 til 16. Þar geta gestir og gangandi kynnt sér námsframboðið ásamt því að spjalla við nemendur og starfsfólk skólanna um allt sem viðkemur náminu. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðssviðs Háskólans á Akureyri, segir að skólinn hafi varla undan að taka við nemendum. „Við erum svo gott sem full.“ Hún skynjar meiri áhuga stúdenta á hjúkrunarfræði og sálfræði, þar að auki sé allt fullt í lögreglunámið. HA býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að nemendur þurfa ekki að mæta í skólann heldur geta sinnt því að mestu leyti heima, hvar sem er. Katrín segir skólann ítreka það við nemendur að háskólanám sé krefjandi og í raun full vinna. „Við reynum að impra á þessu við nemendur okkar, en eins og í samfélaginu öllu, það er mikill hraði og mikil krafa að margir nemar eru bara búnir á því á þriðja ári,“ segir Katrín. Sömu sögu er að heyra hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar á bæ er stöðug fjölgun á öllum námsbrautum, flestir eru á leið í tölvunarfræði. HR hefur lagt mikið upp úr því að jafna hlut kynjanna í tæknigreinum og hefur það gengið vel, eru konur nú um þriðjungur nemenda í tölvunarfræði. Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, segir að margir fari beint í háskólanám eftir stúdent en jafn margir taki sér ársfrí, ferðist eða nýti pásuárið til þess að undirbúa sig sérstaklega fyrir LHÍ. „Það er jöfn ásókn á langflestar námsbrautir LHÍ en stærsta deildin er hönnunar- og arkitektúrdeild. Við sjáum sveiflur í vinsældum einstaka námsbrauta svo sem í fatahönnun og vöruhönnun,“ segir Ilmur.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira