Enski boltinn

Upphitun: Lundúnarslagir og baráttan um Bítlaborgina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er risa helgi framundan í enska boltanum en baráttan er mikil á toppi sem og botni. Það eru svo nóg af grannaslögum um helgina.

29. umferðin hefst á stórleik á Wembley er Lundúnarliðin Tottenham og Arsenal mætast. Tottenham hefur aðeins fatast flugið að undanförnu og hefur tapað tveimur leikjum í röð á meðan Arsenal hefur verið að spila vel.

Manchester City þarf á stigunum þremur að halda er liðið sækir Bournemouth heim en City er einu stigi á eftir Liverpool fyrir umferðina. Manchester United berst áfram um Meistardeildarsæti en þeir fá Southampton í heimsókn.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar mæta Crystal Palace í dag en Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínuni í stórleik er Everton mætir Liverpool í síðasta leik helgarinnar, á morgun.

Scott Parker, tímabundinn stjóri Fulham, stýrir sínum fyrsta leik og það á sínum gamla heimavelli er Fulham heimsækir Chelsea en Chelsea vann góðan 2-0 sigur á Tottenham í vikunni.

Upphitun fyrir leiki helgarinnar má sjá hér að ofan.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:

12.30 Tottenham - Arsenal

15.00 Bournemouth - Manchester City

15.00 Brighton - Huddersfield

15.00 Burnley - Crystal Palace

15.00 Manchester United - Southampton

15.00 Wolves - Cardiff

17.30 West Ham - Newcastle

Sunnudagur:

12.00 Watford - Leicester

14.05 Fulham - Chelsea

16.15 Everton - Liverpool




Fleiri fréttir

Sjá meira


×