Þægilegt hjá West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn West Ham gátu fagnað í kvöld
Leikmenn West Ham gátu fagnað í kvöld vísir/getty
West Ham vann tveggja marka sigur á Newcastle í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins sex mínútur. Heimamenn í West Ham fengu hornspyrnu, varnarmenn Newcastle gleymdu sér í dekkingunni og Declan Rice var frír í teignum og skallaði boltann framhjá Martin Dubravka.

Það hægðist aðeins á leiknum um miðjan fyrri hálfleikinn en Ayoze Perez kom boltanum þó í netið fyrir Newcastle. Markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Undir lok hálfleiksins fékk West Ham vítaspyrnu. Florian Lejeune felldi Javier Hernandez í teignum. Mark Noble fór á punktinn og skoraði og staðan 2-0 fyrir West Ham í hálfleik.

Ekkert mark var skorað í seinni hálfleiknum. Leikurinn var nokkuð þægilegur fyrir West Ham en gestirnir áttu þó sín færi sem þeir náðu ekki að nýta sér.

Þetta var fimmti heimasigur West Ham í röð og fer liðið upp í níunda sæti deildarinnar. Newcastle situr eftir í því 14.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira