Enski boltinn

„Fé­lög alls staðar að úr heiminum vildu fá hann en hann valdi okkur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jason Daði Svanþórsson í svarthvítum búningi Grimsby Town.
Jason Daði Svanþórsson í svarthvítum búningi Grimsby Town. grimsby town

Knattspyrnustjóri Grimsby Town hlakkar til að sjá Jason Daða Svanþórsson spila fyrir enska D-deildarliðið.

Í dag var greint frá því að Grimsby hefði keypt Jason frá Breiðabliki. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

David Artell, stjóri Grimsby, segir að samkeppnin um Jason hafi verið mikil og því sé hann sérstaklega ánægður að hafa landað Mosfellingnum.

„Ég er hæstánægður með að hafa samið við Jason. Ég hef séð hann spila nokkrum sinnum og hann getur skorað mörk af kantinum og spilað vel með samherjum sínum,“ sagði Artell á heimasíðu Grimsby.

„Félög alls staðar að úr heiminum vildu fá hann en hann valdi okkur og við teljum að við séum besta félagið fyrir hann til að þróast sem leikmaður. Ég hlakka mikið til að vinna með honum og sjá hvað hann getur gert fyrir okkur.“

Grimsby hefur leikið í ensku D-deildinni undanfarin tvö ár eftir að hafa unnið sig upp úr utandeildinni. Á síðasta tímabili endaði liðið í 21. sæti af 24 liðum.

Artell tók við þjálfun Grimsby í fyrra. Hann stýrði áður Crewe Alexandra um fimm ára skeið. Artell kom víða við á leikmannaferlinum og lék meðal annars sjö landsleiki fyrir Gíbraltar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×