Enski boltinn

Sancho sættist við Ten Hag og er mættur aftur á æfingar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ósætti milli Jadon Sancho og Erik Ten Hag varð til þess að Sancho var sendur burt frá félaginu á síðasta tímabili.
Ósætti milli Jadon Sancho og Erik Ten Hag varð til þess að Sancho var sendur burt frá félaginu á síðasta tímabili. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Erik Ten Hag og Jadon Sancho grófu stríðsöxina og leikmaðurinn hefur snúið aftur til æfinga með Manchester United.

Eftir að það kastaðist til milli manna á síðasta tímabili var Sancho sendur á láni til Borussia Dortmund og búist var við því að hann myndi ekki leika aftur fyrir félagið undir stjórn Ten Hag.

Sky Sports greinir nú frá því að þeir hafi fundað á Carrington æfingasvæðinu í vikunni og ákveðið að skilja við fyrrum ósætti.

Sancho tók þátt á æfingu liðsins í dag en mun ekki ferðast til Noregs og spila æfingaleik við Rosenborg á mánudaginn. Eftir það mun hann taka fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins og ferðast með til Bandaríkjanna þegar allur hópurinn kemur saman þar í lok mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×