Sport

Burns: Vissi að ég hefði unnið er ég náði fellunni

Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar
Burns brosmildur í kvöld.
Burns brosmildur í kvöld.
Það var eðlilega létt í Brasilíumanninm Gilbert Burns eftir sigurinn á Gunnari Nelson í kvöld. Sá sigur gefur honum mikið fyrir framhaldið.

„Gunnar var mjög sterkur. Ég reyndi ýmislegt til að koma honum úr jafnvægi. Til að mynda með spörkum og geta þá náð inn þungum höggum. Ég náði tveimur fellum og þar af fallegri júdófellu,“ sagði Burns en hann vissi að bardaginn var jafn og hann þyrfti að gera eitthvað til að vinna hann.

„Svo náði fallegu hnésparki í andlitið á honum og mér er illt í hnéskelinni eftir það. Ég er mjög ánægður. Tók þennan bardaga með tveggja vikna fyrirvara og hafði betur gegn mjög góðum bardagakappa.“

Bardaginn var eins og skák og Burns fannst þetta skemmtilegt.

„Þetta var skák og ég þurfti að vera mjög klókur. Ég vissi hvað hann vildi gera og hafði skoðað hann mikið. Þetta var snúið enda er Gunnar góður,“ sagði Burns en hann vissi að sigurinn væri hans er hann náði fellunni í lokin.

„Ég þurfti á fellunni að halda og tilfinningin var frábær er ég náði henni enda vissi ég að þá myndi ég taka þetta.“



Klippa: Burns kátur eftir sigurinn á Gunnari
MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns

Brasilíumaðurinn Gilbert Burns sigraði Gunnar Nelson á bardagakvöldi UFC í Kaupmannahöfn. Eftir þrjár lotur gáfu allir þrír dómarar bardagans Burns 29 stig og Gunna 28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×