Vanhæfi aðstoðarmanns leiði ekki til vanhæfis ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 20:00 Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er líklega vanhæfur til að fjalla um mál ríkislögreglustjóra. Þetta segir sérfræðingur í stjórnsýsluögum. Vanhæfi aðstoðarmannsins leiði þó ekki sjálfkrafa til vanhæfis ráðherrans sjálfs. Ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að ráða Hrein Loftsson sem aðstoðarmann hefur vakið athygli fyrir margar sakir. Hreinn gerði athugasemdir við embættisfærslur ríkislögreglustjóra fyrir hönd umbjóðanda síns sem leiddi til þess að dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að framganga Haraldar Johannessen hefði verið ámælisverð.Hreinn Loftsson, nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.„Samkvæmt stjórnsýslulögum þá hefur hann haft slíka aðkomu að því máli að leiða má líkur að því að hann geti ekki sjálfur haft nokkra aðkomu að úrlausn málsins innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Sindri M. Stephensen, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í íslenskum stjórnsýslurétti gildi sú regla að ef yfirmaður er vanhæfur eru undirmenn hans líka vanhæfir. Reglunni er hins vegar ekki snúið við. „Ef undirmaður er vanhæfur þá leiðir það ekki til þess að yfirmaðurinn sé vanhæfur. Þannig að miðað við upplýsingarnar sem við höfum, sem er bara það að aðstoðarmaðurinn gæti verið vanhæfur, þá er ekki hægt að fullyrða að dómsmálaráðherra sjálfur sé vanhæfur.“Sindri M. Stephensen, sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.Sindri bendir á að ráðherra hafi bæði sitt ráðuneyti og annan aðstoðarmann til fulltingis við úrlausn málsins sem varðar stöðu ríkislögreglustjóra. „Ef hins vegar kemur í ljós frekari afstaða ráðherra eða annað í þessum efnum þá getur þetta mál litið öðruvísi út. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna þá er ekkert tilefni til þess að efast um hæfni eða vanhæfi dómsmálaráðherra frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Sindri.Er forysta Sjálfstæðisflokksins sögð hafa misst þolinmæði fyrir Davíð Oddsyni og ráðning Áslaugar á Hreini Loftssyni sem aðstoðarmann til marks um það.Hreinn Loftsson var eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar þegar Davíð var forsætisráðherra. Hreinn gerðist síðar stjórnarformaður Baugs Group og þá kastaðist í kekki með þeim Davíð. Á þeim tíma sakaði Davíð Hrein um að hafa reynt að bera á sig mútur. Eftir að Davíð hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann farið mikinn í gagnrýni á forystu flokksins í skrifum sínum sem ritstjóri blaðsins. Hefur þetta valdið titringi innan forystunnar sem er sögð hafa misst þolinmæði gagnvart Davíð.Ritstjórinn Karl Th. Birgisson segir Áslaugu hafa sýnt það í verki með ráðningu Hreins Loftssonar. Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er líklega vanhæfur til að fjalla um mál ríkislögreglustjóra. Þetta segir sérfræðingur í stjórnsýsluögum. Vanhæfi aðstoðarmannsins leiði þó ekki sjálfkrafa til vanhæfis ráðherrans sjálfs. Ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að ráða Hrein Loftsson sem aðstoðarmann hefur vakið athygli fyrir margar sakir. Hreinn gerði athugasemdir við embættisfærslur ríkislögreglustjóra fyrir hönd umbjóðanda síns sem leiddi til þess að dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að framganga Haraldar Johannessen hefði verið ámælisverð.Hreinn Loftsson, nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.„Samkvæmt stjórnsýslulögum þá hefur hann haft slíka aðkomu að því máli að leiða má líkur að því að hann geti ekki sjálfur haft nokkra aðkomu að úrlausn málsins innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Sindri M. Stephensen, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í íslenskum stjórnsýslurétti gildi sú regla að ef yfirmaður er vanhæfur eru undirmenn hans líka vanhæfir. Reglunni er hins vegar ekki snúið við. „Ef undirmaður er vanhæfur þá leiðir það ekki til þess að yfirmaðurinn sé vanhæfur. Þannig að miðað við upplýsingarnar sem við höfum, sem er bara það að aðstoðarmaðurinn gæti verið vanhæfur, þá er ekki hægt að fullyrða að dómsmálaráðherra sjálfur sé vanhæfur.“Sindri M. Stephensen, sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.Sindri bendir á að ráðherra hafi bæði sitt ráðuneyti og annan aðstoðarmann til fulltingis við úrlausn málsins sem varðar stöðu ríkislögreglustjóra. „Ef hins vegar kemur í ljós frekari afstaða ráðherra eða annað í þessum efnum þá getur þetta mál litið öðruvísi út. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna þá er ekkert tilefni til þess að efast um hæfni eða vanhæfi dómsmálaráðherra frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Sindri.Er forysta Sjálfstæðisflokksins sögð hafa misst þolinmæði fyrir Davíð Oddsyni og ráðning Áslaugar á Hreini Loftssyni sem aðstoðarmann til marks um það.Hreinn Loftsson var eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar þegar Davíð var forsætisráðherra. Hreinn gerðist síðar stjórnarformaður Baugs Group og þá kastaðist í kekki með þeim Davíð. Á þeim tíma sakaði Davíð Hrein um að hafa reynt að bera á sig mútur. Eftir að Davíð hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann farið mikinn í gagnrýni á forystu flokksins í skrifum sínum sem ritstjóri blaðsins. Hefur þetta valdið titringi innan forystunnar sem er sögð hafa misst þolinmæði gagnvart Davíð.Ritstjórinn Karl Th. Birgisson segir Áslaugu hafa sýnt það í verki með ráðningu Hreins Loftssonar.
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira