Loftslagsbreytingar ekki fjarlæg kenning heldur augljós sannleikur Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 11:41 Guðlaugur Þór á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. Vísir/AP Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á baráttuna gegn hlýnun jarðar, mannréttindi og endurbætur á alþjóðakerfinu í samræmi við grunngildi Sameinuðu þjóðanna í ræðu sem hann flutti á allsherjarþinginu nótt. Utanríkisráðherra ræddi einnig óöldina í Sýrlandi og Jemen og skoraði á þau ríki sem ýta undir ófriðinn að beita sér frekar fyrir friði. 74. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir í New York. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði þingið rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma og kom hann víða við. Í upphafi ræðunnar minnti hann á 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna á næsta ári og um leið skyldu aðildarríkjanna til að varðveita alþjóðakerfið. Þau ættu að knýja fram umbætur á þeim sviðum þar sem kerfið þjónaði ekki lengur grunngildum sínum heldur umbunaði jafnvel ríkjum sem græfu undan þeim. Guðlaugur Þór vék því næst að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og setu Íslands í því sem fullgildur meðlimur. „Í því felst bæði heiður og ábyrgð sem við tökum alvarlega. Mannréttindi og virðing og sanngirni í garð náungans eru erfðaefni framfara, friðar og þróunar,“ sagði utanríkisráðherra í ræðunni en 42. fundarlotu mannréttindaráðsins lauk í dag. Ráðherra benti á að umbóta væri þörf á mannréttindaráðinu þar sem alræmdir mannréttindabrjótar sætu fyrir á fleti. Utanríkisráðherra áréttaði svo á að jafnrétti kynjanna væri ein lykilforsenda þeirrar velgengni sem Ísland ætti að fagna. „Hér erum við hins vegar ekki í samkeppni heldur eru markmið okkar þau sömu: Að tryggja að konur fái hvarvetna notið möguleika sinna og að vinna að sjálfbærri þróun sem lætur engan undanskilinn.” Loftslagsmál voru ofarlega á baugi í ræðu utanríkisráðherra í allsherjarþinginu. Hann sagði meðal annars að loftslagsbreytingar væru augljós sannleikur, ekki fjarlæg kenning. „Á norðurslóðum, þar á meðal í heimalandi mínu, fylgjumst við með jöklum bráðna um leið og höfin okkar og lífverurnar þar taka örum breytingum,” sagði Guðlaugur Þór og undirstrikaði að loftslagsbreytingar fælu um leið í sér breytingar á heimshöfunum. Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna gegndi lykilhlutverki við verndun þeirra en hvað loftslagsmálin varðaði væri róttækra aðgerða þörf. „Baráttan gegn hlýnun jarðar byrjar hjá okkur sjálfum. Ríku löndin verða hins vegar að aðstoða þau sem minna eiga við að takast á við orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er eitt helsta áhersluatriðið í nýrri þróunarsamvinnustefnu Íslands,” sagði utanríkisráðherra og greindi um leið frá því að ríkisstjórn Íslands ætlaði að tvöfalda framlög sín í Græna loftslagssjóðinn. Guðlaugur Þór vék svo að styrjöldunum í Sýrlandi og Jemen sem ekkert lát virðist á heldur haldi áfram með ómældum þjáningum almennra borgara. „Stórveldin á svæðinu sem kynda undir ólgunni og eru bakhjarlar stríðandi fylkinga verða að snúa við blaðinu og styðja frekar við friðsamlegar lausnir.“ Hann sagði að í þessu sambandi væru nýlegar drónaárásir á Sádi-Arabíu grafalvarlegar. Utanríkisráðherra ræddi í framhaldinu ófremdarástand víða um heim, til dæmis fyrir botni Miðjarðarhafs, í Líbíu, Vestur-Sahara, Venesúela og Myanmar. Átökin á þessum svæðum og vaxandi tortryggni á milli stórvelda kölluðu á „enn meiri skuldbindingu, frjórri lausnir og ríkara framlagi, bæði hvað varðar hefðbundna afvopnun og takmarkanir á útbreiðslu gereyðingarvopna en líka með tilliti til tækninýjunga, netöryggis og fjölþátta ógna.” Utanríkisráðherra ræddi fleiri málefni í ávarpi sínu, meðal annars þýðingu frjálsra viðskipta við að efla hagvöxt, stöðugleika og útrýma fátækt svo og árangur Íslands við að ná fram Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þá hvatti hann til frekari rannsókna á smitlausum sjúkdómum á borð við taugasjúkdóma sem hrjáðu milljónir jarðarbúa, til dæmis mænuskaða. Guðlaugur Þór lauk svo máli sínu á að minnast fólksins sem lifði af hörmungar heimsstyrjaldarinnar síðari og stofnaði Sameinuðu þjóðirnar í skugga þeirra. „Arfleifð þessarar kynslóðar mun aldrei líða undir lok. Þegar við fögnum 75 ára afmæli þessarar merku stofnunar á næsta ári skulum við minnast afreka hennar um leið og við lítum í eigin barm og ræðum hvernig við getum unnið brautargengi þeim gildum og hugsjónum sem Sameinuðu þjóðirnar hvíla á.” Ísland í mannréttindaráði SÞ Loftslagsmál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á baráttuna gegn hlýnun jarðar, mannréttindi og endurbætur á alþjóðakerfinu í samræmi við grunngildi Sameinuðu þjóðanna í ræðu sem hann flutti á allsherjarþinginu nótt. Utanríkisráðherra ræddi einnig óöldina í Sýrlandi og Jemen og skoraði á þau ríki sem ýta undir ófriðinn að beita sér frekar fyrir friði. 74. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir í New York. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði þingið rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma og kom hann víða við. Í upphafi ræðunnar minnti hann á 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna á næsta ári og um leið skyldu aðildarríkjanna til að varðveita alþjóðakerfið. Þau ættu að knýja fram umbætur á þeim sviðum þar sem kerfið þjónaði ekki lengur grunngildum sínum heldur umbunaði jafnvel ríkjum sem græfu undan þeim. Guðlaugur Þór vék því næst að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og setu Íslands í því sem fullgildur meðlimur. „Í því felst bæði heiður og ábyrgð sem við tökum alvarlega. Mannréttindi og virðing og sanngirni í garð náungans eru erfðaefni framfara, friðar og þróunar,“ sagði utanríkisráðherra í ræðunni en 42. fundarlotu mannréttindaráðsins lauk í dag. Ráðherra benti á að umbóta væri þörf á mannréttindaráðinu þar sem alræmdir mannréttindabrjótar sætu fyrir á fleti. Utanríkisráðherra áréttaði svo á að jafnrétti kynjanna væri ein lykilforsenda þeirrar velgengni sem Ísland ætti að fagna. „Hér erum við hins vegar ekki í samkeppni heldur eru markmið okkar þau sömu: Að tryggja að konur fái hvarvetna notið möguleika sinna og að vinna að sjálfbærri þróun sem lætur engan undanskilinn.” Loftslagsmál voru ofarlega á baugi í ræðu utanríkisráðherra í allsherjarþinginu. Hann sagði meðal annars að loftslagsbreytingar væru augljós sannleikur, ekki fjarlæg kenning. „Á norðurslóðum, þar á meðal í heimalandi mínu, fylgjumst við með jöklum bráðna um leið og höfin okkar og lífverurnar þar taka örum breytingum,” sagði Guðlaugur Þór og undirstrikaði að loftslagsbreytingar fælu um leið í sér breytingar á heimshöfunum. Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna gegndi lykilhlutverki við verndun þeirra en hvað loftslagsmálin varðaði væri róttækra aðgerða þörf. „Baráttan gegn hlýnun jarðar byrjar hjá okkur sjálfum. Ríku löndin verða hins vegar að aðstoða þau sem minna eiga við að takast á við orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er eitt helsta áhersluatriðið í nýrri þróunarsamvinnustefnu Íslands,” sagði utanríkisráðherra og greindi um leið frá því að ríkisstjórn Íslands ætlaði að tvöfalda framlög sín í Græna loftslagssjóðinn. Guðlaugur Þór vék svo að styrjöldunum í Sýrlandi og Jemen sem ekkert lát virðist á heldur haldi áfram með ómældum þjáningum almennra borgara. „Stórveldin á svæðinu sem kynda undir ólgunni og eru bakhjarlar stríðandi fylkinga verða að snúa við blaðinu og styðja frekar við friðsamlegar lausnir.“ Hann sagði að í þessu sambandi væru nýlegar drónaárásir á Sádi-Arabíu grafalvarlegar. Utanríkisráðherra ræddi í framhaldinu ófremdarástand víða um heim, til dæmis fyrir botni Miðjarðarhafs, í Líbíu, Vestur-Sahara, Venesúela og Myanmar. Átökin á þessum svæðum og vaxandi tortryggni á milli stórvelda kölluðu á „enn meiri skuldbindingu, frjórri lausnir og ríkara framlagi, bæði hvað varðar hefðbundna afvopnun og takmarkanir á útbreiðslu gereyðingarvopna en líka með tilliti til tækninýjunga, netöryggis og fjölþátta ógna.” Utanríkisráðherra ræddi fleiri málefni í ávarpi sínu, meðal annars þýðingu frjálsra viðskipta við að efla hagvöxt, stöðugleika og útrýma fátækt svo og árangur Íslands við að ná fram Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þá hvatti hann til frekari rannsókna á smitlausum sjúkdómum á borð við taugasjúkdóma sem hrjáðu milljónir jarðarbúa, til dæmis mænuskaða. Guðlaugur Þór lauk svo máli sínu á að minnast fólksins sem lifði af hörmungar heimsstyrjaldarinnar síðari og stofnaði Sameinuðu þjóðirnar í skugga þeirra. „Arfleifð þessarar kynslóðar mun aldrei líða undir lok. Þegar við fögnum 75 ára afmæli þessarar merku stofnunar á næsta ári skulum við minnast afreka hennar um leið og við lítum í eigin barm og ræðum hvernig við getum unnið brautargengi þeim gildum og hugsjónum sem Sameinuðu þjóðirnar hvíla á.”
Ísland í mannréttindaráði SÞ Loftslagsmál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira