Handbolti

Ómar Ingi fór ekki með til Grikklands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi hefur leikið 46 landsleiki.
Ómar Ingi hefur leikið 46 landsleiki.
Ómar Ingi Magnússon verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í handbolta í leiknum gegn Grikklandi í Kozani í undankeppni EM 2020 á miðvikudaginn vegna höfuðmeiðsla. Íslenska liðið hélt af landi brott í morgun.

Ómar Ingi missti af síðustu leikjum Aalborg í úrslitakeppninni í Danmörku vegna meiðslanna. Aalborg varð danskur meistari eftir sigur á GOG, 38-32, í oddaleik í gær.

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Hauka, og Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, verða einnig utan hóps á miðvikudaginn.

Líkt og í síðasta leik Íslands, gegn Norður-Makedóníu í Skopje, verja Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson mark íslenska liðsins gegn Grikklandi.

Vegna meiðsla Ómars Inga er Teitur Örn Einarsson eina örvhenta skyttan í íslenska hópnum.

Ísland er með fimm stig á toppi riðils 3 í undankeppninni en Grikkland er á botninum með tvö stig.

Síðasti leikur Íslands í undankeppninni er gegn Tyrklandi í Laugardalshöll á sunnudaginn.

Íslenski hópurinn sem mætir Grikklandi er þannig skipaður:

Markmenn:

Ágúst Elí Björgvinsson, IK Sävehof (27/0)

Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram (4/0)

Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin (59/125)

Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Lowen (354/1844)

Vinstri skytta:

Aron Pálmarsson, Barcelona (137/537)

Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad (111/206)

Leikstjórnendur:

Haukur Þrastarson, Selfoss (8/9)

Elvar Örn Jónsson, Selfoss (22/68)

Janus Daði Smárason, Aalborg (33/39)

Hægri skytta:

Teitur Einarsson, IFK Kristianstad (14/10)

Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC (103/296)

Sigvaldi Guðjónsson, Elverum (16/29)

Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad (44/65)

Ýmir Örn Gíslason, Valur (29/14)

Varnarmenn:

Daníel Þór Ingason, Haukar (28/9)

Ólafur Gústafsson, KIF Kolding (41/48)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×