Ómar Ingi Magnússon verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í handbolta í leiknum gegn Grikklandi í Kozani í undankeppni EM 2020 á miðvikudaginn vegna höfuðmeiðsla. Íslenska liðið hélt af landi brott í morgun.
Ómar Ingi missti af síðustu leikjum Aalborg í úrslitakeppninni í Danmörku vegna meiðslanna. Aalborg varð danskur meistari eftir sigur á GOG, 38-32, í oddaleik í gær.
Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Hauka, og Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, verða einnig utan hóps á miðvikudaginn.
Líkt og í síðasta leik Íslands, gegn Norður-Makedóníu í Skopje, verja Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson mark íslenska liðsins gegn Grikklandi.
Vegna meiðsla Ómars Inga er Teitur Örn Einarsson eina örvhenta skyttan í íslenska hópnum.
Ísland er með fimm stig á toppi riðils 3 í undankeppninni en Grikkland er á botninum með tvö stig.
Síðasti leikur Íslands í undankeppninni er gegn Tyrklandi í Laugardalshöll á sunnudaginn.
Íslenski hópurinn sem mætir Grikklandi er þannig skipaður:
Markmenn:
Ágúst Elí Björgvinsson, IK Sävehof (27/0)
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram (4/0)
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin (59/125)
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Lowen (354/1844)
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Barcelona (137/537)
Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad (111/206)
Leikstjórnendur:
Haukur Þrastarson, Selfoss (8/9)
Elvar Örn Jónsson, Selfoss (22/68)
Janus Daði Smárason, Aalborg (33/39)
Hægri skytta:
Teitur Einarsson, IFK Kristianstad (14/10)
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC (103/296)
Sigvaldi Guðjónsson, Elverum (16/29)
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad (44/65)
Ýmir Örn Gíslason, Valur (29/14)
Varnarmenn:
Daníel Þór Ingason, Haukar (28/9)
Ólafur Gústafsson, KIF Kolding (41/48)
