Þetta er stærsti sigur á heimsmeistaramóti frá upphafi. Þýskaland átti gamla metið en þýska liðið vann það argentínska, 11-0, á HM 2007.
Alex Morgan skoraði fimm mörk fyrir bandaríska liðið sem var 3-0 yfir í hálfleik. Hún jafnaði þar með met löndu sinnar, Michelle Akers, sem skoraði fimm mörk í 7-0 sigri á Kínverska Tapei á HM 1991.
Alex Morgan Appreciation Tweet@USWNT@alexmorgan13#FIFAWWCpic.twitter.com/6H86D0zts7
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) June 11, 2019
Í seinni hálfleiknum opnuðust allar flóðgáttir. Bandaríkin skoruðu fjögur mörk á sex mínútna kafla snemma í seinni hálfleik og á endanum urðu mörkin 13 talsins.
Rose Lavelle og Samantha Mewis skoruðu báðar tvö mörk í leiknum og Lindsey Horan, Megan Rapinoe, Mallory Pugh og Carli Lloyd allar eitt mark. Sú síðastnefnda er næstelst til að skora á HM kvenna frá upphafi, eða 36 ára og 330 daga gömul.
Fyrr í dag vann Svíþjóð 2-0 sigur á Síle í F-riðli. Næsti leikur Bandaríkjanna er gegn Síle í París á sunnudaginn. Sama dag mætir Tæland Svíþjóð.